Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 124
Prestafélagsritið. Kirkjuþingið í Stokkhólmi. 115
að í þeim heimi, sem nú er sundurtættur af óróleika og
baráttu.
Eg vona, að dvöl yðar hér verði yður til ánægju, og að
þér, er þér hverfið til átthaganna, mættuð taka með yður
bjarta og góða endurminning frá þessu landi og höfuð-
borg þess.
En ennþá meir ríður þó á því, að fyrir samveru yðar hér
færist þér sjálfir, og fyrir tilstuðlan yðar kirkjufélög þau, er
þér hafið umboð fyrir, nær hver öðrum. Því að ekkert getur
betur stutt að einingu en að mennirnir hafi hátt mark fyrir
augum, og að þeir með sjálfsfórnar áhuga og alvöru helgi
þessu marki hugsanir sínar og líf.
Með þessum óskum og vonum lýsi ég yfir því, að hinn sam-
eiginlegi alheims kirkjufundur fyrir líf og starf er settur*.
Að lokinni ræðu konungsins stóð upp Photios, hinn virðu-
legi öldungur. Þakkaði hann konungi ræðuna og mælti nokk-
ur árnaðarorð. Auk hans töluðu 3 fulltrúar, einn fyrir amer-
ísku kirkjudeildirnir, annar í umboði kirkna Bretaveldis, og
hinn þriðji í umboði kristninnar á meginlandi Evrópu.
Var nú haldið upp í sjálfa konungshöllina, og var gestum
alstaðar heilsað með lotningu af lífvarðarsveit konungsins.
Staðnæmdust menn um stund í sal þeim, sem heitir »hvíta
hafið«, var mönnum raðað þar eftir þjóðerni, og þangað kom
konungur ásamt hirð sinni, til þess að heilsa gestunum. Það-
an var gengið inn í veizlusalina og öllum fundarmönnum
boðið í veglega konungsveizlu.
Síðari hluta dags hófust fundahöldin. Voru fundir haldnir
til skiftis á 2 stöðum, í Blasiehólmskirkju og í hinni stóru
byggingu, sem er eign hins »Musikalska Akademi«. Ræður
voru fluttar ýmist á ensku, þýzku eða frönsku, voru aðal-
ræðurnar prentaðar áður en þær voru haldnar, svo að auð-
veldara var að átta sig á hverju máli. Ef þessi fundur hefði
verið haldinn fyrir 2—3 öldum, þá hefði ein tunga, latínan,
verið notuð, og margt orðið auðvelt, sem nú var erfitt ein-
mitt vegna hinna mörgu tungumála.
En menn hlutu að undrast og dáðst að hinu mikla undir-