Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 198
Prestafélagsritið.
Prestafélagið.
189
stjórn og endurskoðendur endurkosnir, með þeirri breytingu einni, að
séra Friðrik Hallgrímsson var kosinn I stað séra Magnúsar Jónssonar,
sem vegna annríkis um þingtímann á svo erfitt með að vera í félags-
stjórninni, en er félaginu hinn þarfasti maður á þingi. — Loks skýrði
formaður frá tveimur erlendum fundarboðum, til Danmerkur og Svíþjóð-
ar, sem félaginu hafði borist, og cand. theol. Sigurbjörn A. Gíslason
skýrði frá, að alþjóðafundur K. F. U. M. yrði haldinn í Finnlandi í
sumar. —
Félagsstjórnin vill biðja menn að snúa sér til gjaldkera félagsins,
præp. hon. séra Skúla Skúlasonar með alt er varðar fjármál og útsend-
ingu félagsritsins og hugvekjusafnsins. Væri vænt, ef prestar vildu sem
fyrst skrifa honum um, hve mikið þeir vilja láta senda sér af hugvekju-
safninu til útsölu, og jafnframt taka fram, hvort eintökin eigi að vera
bundin eða óbundin.
S. P. S.
KIRKJUMÁL Á ALWNGI 1926.
1. Af þeim kirkjumálum, sem Alþingi síðasta afgreiddi eru langmerk-
ust Iögin um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Er þau lög prent-
uð í heilu lagi annarstaðar hér í ritinu.
Aðdragandi þess máls var sá, að hér í Reykjavík var farið að hréyfa
því, að ótilhlýðilegt væri að hafa helgidagahald alt nálega að engu, eins og
tíðkast ofmjög hér í höfuðstaðnum og víðar. Var haldinn um þetta fjöl-
mennur fundur í Fríkirkjunni 28. ókt. síðastl., og gengust fyrir honum
sóknarnefnd dómkirkjusafnaðarins og safnaðarstjórn fríkirkjusafnaðarins.
Á þeim fundi var kosin 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um
málið. Sú nefnd samdi frumvarp til laga, en þrír af þingmönnum Reykja-
víkur (Jak. M., J. Bald. og M. J.) tóku málið til flutnings. Gekk það
svo gegnum þingið með nokkrum breytingum, fremur smávægilegum, er
gengu flestar út á það, að gera lögin einfaldari og hægari í framkvæmd.
Það másegjaumbreytingarþessar á helgidagalöggjöfinni, að „smátt skamt-
ar hún móðir mín smjörið". I einstaka atriði er jafnvel slakað til frá því,
sem áður var. T. d. eru markaðir gerðir frjálsir eftir kl 3 á helgidögum,
en þeir voru áður bannaðir. Hávaðasamar skemtanir eru sömuleiðis frjáls-
ar eftir kl. 3, en áður eftir kl. 6. Þá var áður bannað að láta opinberar
skemtanir ná fram yfir miðnætti, kvöldið fyrir helgidaga, en þar er nú
ekkert takmark sett. — En alt þetta var orðinn gersamlega dauður bók-
stafur, og óhugsandi að framkvæma það. — En það er einmilt sú stefna,