Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 63
58
Jón Helgason:
PrestafélagsritiD.
prédikunarstól og hverri líkræðu, en kom þú með »fo!dina«
ef þú treystist til! — — — Vondu veraldar kant þú ómögu-
lega við að breyta í vondrar veraldar. Þar er ég nú hissa.
Þótt ég bæti Gretti sterka, Ögmundi illa, Þorgrími mikla og
fl. og fl. við Gorm gamla og Ólaf helga, sem þú nefnir til
málbóta, þá fæ ég ekki annað af því leitt, en að slík setning
lýsingarorðs hæfir eðli málsins við mannaheiti, en svo vel
sem mér þykir hún fara þar, svo illa þykir mér hún fara með
öðrum nöfnum. — — —
Um einn, tvo eða þrjá sálma þína krotaði ég þó hrós í
athugunum mínum, svo vita mættirðu, að mér mundu þykja þeir
hæfir í sálmabók. Enda skal ég eigi leyna þig því atkvæði
mínu, að fleiri sálmarnir þykja mér næsta góðir, efnið ágætt
og hæfilega meðfarið. Eg fann að því, sem ég þóttist geta
fundið og jafnvel meiru. Fáeinir meðal sálmanna fundust mér
kenna daufleiks eða tala eigi svo til mín, að ég girntist þá í
messusöngsbók, en þó ætla ég engan þar slíkan verið hafa,
að eigi mundi ég gefa mikið milli hans og margra þeirra,
sem standa í eldri og nýrri sálmabókum nú.
—--------Því treysti ég, að þú sért mér jafnljúfur í hug,
þótt margt skilji okkur á í »fornyrðunum« og þessu ýmsu,
sem ég hefi nú aftur talað. Og hvassyrðin muntu fyrirgefa
mér — þau fylgja mér lengst. En kapplausar og því heldur
þykkjulausar eru allar mínar stælur og munu æ til þín verða,
þótt fleiri gerist*. — — —
Með þessu hefi ég viljað gefa þeim er þetta lesa ofurlitla
hugmynd um samstarf nefndarmanna. Er mér óhætt að segja,
að það hafi verið í bezta lagi, enda þótt þeir afdráttarlaust
segðu hvor öðrum íil »syndanna«, eins og sjálfsagt var. Af því
að því hefir verið haldið fram á prenti af syni séra Matthíasar
(í »SögukafIar af sjálfum mér« — eftirmálanum) að »vegna
ráðríkis Helga heitins Hálfdánarsonar, sem mestu réð í nefnd-
inni« hafi faðir hans »ekki komið að ýmsum sálmum, er hon-
um sjálfum þótti mikið til koma«, þá þykir rétt að taka það
fram hér, að þetta er jafn rangt fyrir því þótt sonurinn bæti
við: »Þetta man ég, að pabbi minn talaði oft um með