Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 93
PrestaEéiagsritið. S. P. Sívertsen: Kirkjuguðrækni.
87
þeir færu í kirkju, hygg ég að svörin yrðu æði mörg. Sá
sem færi að grenslast eftir skoðunum manna á þessu, myndi
fljótt verða þess var, að hugsanir manna eru talsvert á reiki
um þetta, og að mörgum er ekki vel ljóst, hver tilgangurinn
eigi að vera með kirkjuferðum manna og hinum opinberu
guðsþjónustum.
En ég skal ekki tefja á því að telja upp rangar eða ein-
hliða skoðanir á tilgangi kirkjuferða, heldur koma að því
svari, sem ég tel hið eina rétta.
Svar mitt get ég innibundið í orðunum eftir skáldið Stein-
grím Thorsteinsson, þar sem hann talar um »augnablik helg-
að af himinsins náð«.
Það er einmitt þetta, sem menn eiga að sækja í kirkju.
Hver kirkfustund á að vera Guði helguð stund, og tilgang-
urinn enginn annar en sá, að færa menn nær Guði, opna
sálir manna, huga þeirra og hjörtu, fyrir áhrifum að ofan,
fyrir náð Guðs. Það er að vísu sama markmiðið, sem hver
guðræknisstund á heimili manns á að stefna að, en í kirkj-
unni geta verið enn betri aðstæður, alt veglegra og hátíð-
legra en í heimahúsum, svo að hjörtun þar eigi enn hægra
með að opna sig fyrir háleitum og göfgandi áhrifum.
Nýja testamentið notar eitt einasta orð til þess að lýsa
þessum tilgangi allrar guðsdýrkunar. Það er orðið uppbygging.
Sérstaklega er það Páll postuli, sem notar þetta orð í bréf-
um sínum, og sem gjörir þá kröfu, að alt sem fram fari á
samkomum safnaðanna, skuli miða til uppbyggingar (1. Kor.
14, 26.; sbr. v. 4. 5. 12). Er það líkingamál, sem postulinn
notar, til þess að gera mönnum ljóst, að þeir verði sjálfir
að taka við áhrifum Guðs, opna sálir sínar fyrir þeim, hýsa
þau í hjarta sínu. Sála kristins manns á að líkjast húsi, og
það meira að segja musteri, þar sem lifandi Guð fær að búa
inni (1. Kor. 3, 9.; 2. Kor. 6, 16.). En eins og hús eða must-
eri er ekki bygt alt í einu eða á stuttum tíma, eins veit post-
ulinn að því er varið með hinn innri mann, sem veita á Guði
viðíöku. Hann þarf að uppbyggjast. Andlegi maðurinn þarf