Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 8
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
3
Árið 1826, 19. ágúst, hafði þeim hjónum fæðst sonur á
Rúgstöðum. Var hann samdægurs vatni ausinn og nefndur
Helgi í höfuðið á ömmu sinni, Helgu Tómasdóttur í Möðru-
felli. Var hann kominn langt á 4. árið, er hann fluttist með
foreldrum sínum vestur í Dali; en á 9. ári fluttist hann aftur
frá Kvennabrekku vestur að Brjámslæk. Þótt faðir minn því
væri Norðlendingur og Eyfirðingur að ætt og uppruna, leiddi
það af uppvexti hans vestanlands, að hann skoðaði sig alla
tíð sem Vestfirðing og enda Barðstrending. Því þótt séra
Hálfdán flyttist að Eyri i Skutulsfirði 1848, þá eignaðist faðir
minn aldrei raunverulegt heimilisfang þar vestra, því að hann
útskrifaðist úr skóla einmiít þá um sumarið og fór utan til
háskólanáms.
Eftir 8 ára hjónaband misti séra Hálfdán konu sína af
barnsförum, þrem vikum eftir að hún hafði alið þriðja son-
inn, þeirra er á legg komust, Guðjón (er síðast var prestur í
Saurbæ í Eyjafirði t 1883). Héldu séra Hálfdáni þá engin
bönd lengur þar í Dölunum, enda hafði hann aldrei kunnað
við sig þar, ekki af því að mennirnir væru honym ekki góðir,
heldur af því að honum þótti landið þar svo sviplítið. Þetta
kynni að hafa staðið í sambandi við, að hann var uppalinn í
Eyjafirði, sem að fegurð landslagsins hefir löngum þótt bera
af flestum sveitum öðrum hér á landi. Þegar hann kom að
Kvennabrekku fyrst, á Ieið til vígslu, leizt honum svo illa á
sveitina, að rétt var komið að honum að hætta við alt saman og
hverfa norður aftur. En af því varð þó ekki. Urðu árin þar
í Dölunum 5 og mæðusöm, að því er honum þótti. Nokkru
fyrir sumarmál 1835 fékk hann tilkynningu biskups um að
honum væri veittur Brjámslækur. Skrifar hann þann dag (7.
apríl) í Minnisbók sína: >Gæfudagur. Minn góði Guð veri lof-
aður fyrir alla þá andans hressing, sem þetta mun gefa mér
ef lifi. Láti hann mér það að lukku og blessun verða og eins
börnum mínum«. Um burtför sína frá Kvennabrekku 22. júní
skrifar hann svo í Minnisbókina: »Litlu seinna en lestin komst
eg af stað og yfirgaf nú aftur þá mér jafnan mæðusömu
Kvennabrekku eftir 5 ára dvöl þar og saknaði ei margs, og