Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 94
88 Sigurður P. Sívertsen: Prestatéia2«ritis.
sífelt að þroskast, og þar af leiðandi að opna sig fyrir þeim
áhrifum, sem að þeim vexti geta stuðlað.
Líking þessi um byggingu mannssálarinnar, er líka notuð
í 1. Pétursbréfi 2, 5., en á nokkuð annan hátt. »Látið sjálfir
uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús«, stendur þar.
Þar er kristnum söfnuði líkt við húsið eða musterið, en ein-
staklingnum við stein, sem lagður er í þá byggingu. Hann er
nefndur lifandi steinn og með því gefið til kynna, að líf krist-
ins manns sé þroskans líf, líf í kærleikssamfélagi við Guð
og menn.
Hver sú stund, sem stuðlar að uppbyggingu kristilegrar
einkunnar innra með manni, má í sannleika nefnast >augna-
blik hejgað af himinsins náð«.
En sé nánar farið að gera sér þess grein, hverniþ uppbygg-
ingin komi fram og birtist í sálarlífi mannsins, þá má ekki ein-
skorða hana við eina hlið vitundarlífsins, heldur verður manni
að skiljast að hún sé fólgin í áhrifum á alt vitundarlíf manns-
ins. Skynsemin þarfnast fræðslu, háleitrar og göfgandi þekk-
ingar um Guð og hið góða og markmið lífsins og leiðirnar
að því markmiði. Tilfinningarnar þarfnast göfgandi áhrifa,
svo að manninum hitni um hjartaræturnar og hann vaxi í
kærleikanum. Og viljinn þarfnast hvatningar, til þess að
taka heilög áform, og kraft til að festast og styrkjast í
öllu því sem gott er. — Því betur sem hin göfgandi áhrif ná
til alls vitundarlífsins, því varanlegri verður uppbyggingin, og
því meir mótast sálin af >augnablikinu«, sem helgað var af
himinsins náð.
„Alt skal miða til uppbyggingar“, segir postulinn. Munum,
að með því er lýst markmiði því, er guðsþjónustur safnað-
anna eiga að stefna að.
Næst er að athuga annað atriði umræðuefnis míns: skil-
yrðin fyrir því, að þessu takmarki verði náð.
Þar má aðgreina innri og \>tri skiiyrði.
Lítum fyrst á innri skilyrðin.
Þeim er bezt lýst með orðum ]esú við samversku konuna: