Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 30
Prestafélagsritiö.
Helgi Hálfdánarson.
25
var einn í þeirri nefnd, sem vann að útgáfu Viðbætisins við
Messusöngsbókina og séra Stefán sendi honum því til yfir-
lesturs og athugunar ýmislegt af þýðingum sínum. Varð þetta
til þess, að faðir minn fór að gera tilraunir sjálfur, sem hann
svo sendi séra Stefáni í sama tilgangi. Skrifuðust þeir ná-
grannaprestarnir mjög rækilega á árin sem faðir minn var í
Görðum og var aðalefni bréfanna flestra sálmakveðskapur.
Arið 1861 kom þessi nýi viðbætir á prent. I honum átti faðir
minn engan sálm, en í annari útgáfu hans (1863) eitt sálma-
vers þýtt (»Þitt orð er, Guð, vort erfðafé*); er það hið fyrsta
andlegra ljóða, sem eftir hann hefir verið prentað. Eftir að
Pétur Pétursson varð biskup tók hann að gefa út »Kristileg
srnárit* og í þeim eru prentaðir 6 sálmar eftir föður minn á
árunum 1867 og 68, en annað kom ekki á prent frá honum
af því tagi fyr en sálmabókin frá 1871 kom út; voru allir
þessir áðurnefndu sálmar hans teknir upp í hana og þrír al-
veg nýir. En þótt hann á þessum árum ynni mikið að sálma-
kveðskap, var hann alls ekkert riðinn við Sálmabókina frá
1871, sem síðar mun verða vikið að nánar.
Árið 1866 fékk Helgi biskup Thordersen lausn frá embætti
sínu og var það þá veitt Pétri prófessor Péturssyni, forstöðu-
manni prestaskólans. Varð Sigurður Melsteð eftirmaður hans
sem forstöðumaður skólans þá um sumarið. Þurfti þá að fá
roann í æðra kennaraembættið í hans stað. Höfðu ýmsir auga-
stað á föður mínum í það embætti og lagði einkum Sigurður
Melsteð mjög að honum að sækja um það. Varð það úr, að
hann sókti um embættið þá um haustið. En bæði hafði jónas
skólakennari Guðmundsson, sern var 5 árum eldri kandidat,
líka sókt og var í ofanálag settur um haustið til að gegna
kennarastörfunum yfir veturinn, og svo hafði faðir minn sókt
með þvf skilyrði, að hann fengi embættið með 800 ríkisdala
byrjunarlaunum (en þau voru annars 500 ríkisdalir), svo hann
gerði sér litlar vonir um að fá embættið, þrátt fyrir sterk
meðmæli stiftsyfirvaldanna og hins nýja forstöðumanns. En