Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 88
82
Úr bréfum séra M. A.
Prestafélagsritið.
um, ef svo mætfi að orði kveða. Oft þegar ég les Samein-
inguna og sé áhugann hjá ritstjóra hennar á kristindóminum,
þá finn ég að vísu, að mér og mörgum hinum íslenzku prest-
um tilkemur blygðun vors andlitis fyrir það, hve lítið vér
gjörum. En án þess að ég vilji gjöra minna en maklegt er
úr deyfðinni og drunganum, sem hvílir yfir kirkjulífi voru,
held ég þó, að stundum sé það mál skoðað nokkuð einstreng-
ingslega. Mér finst eins og sumir álíti, að ekkert fjörugt
kirkjulíf, eða réttara sagt kristindómslíf, geti átt sér stað,
nema deilur og barátta um trú og kirkjusiði fylgi því. Þeir
Iíta þá ekkert á það, sem í friði og ró er þó gjört til efl-
ingar guðrækni. .... Einnig hinir kyrlátu í landinu, sem
lítið ber á og dagblöðin vita ekkert um, lifa oft fult eins
innilegu og sönnu kristindómslífi, eins og sumir sem hæst
láta í blöðum og tímaritum. Og ég er sannfærður um, að
slíkir kyrlátir og guðræknir menn eru fjölda margir hér á
landi. Aftur er það óneitanlegt, að einhver steingjörvingsblær
er hér á öllu hinu ytra kirkjulífi, og mörgu er þar haldið,
sem er úrelt og óbrúkandi. Landið er strjálbygt og víðlent,
ákaflega erfitt að finnast, eða hafa samkomur og félagsskap.
Þeir sem hafa líka andastefnu í sjálfu sér, geta ekki tekið
höndum saman, ekki fundizt nema á eyktamótum; öll sam-
vinna verður því svo erfið og alt verður dauft og seinlegt,
eða stirt. Hér við bætist búskaparbasl prestanna, sem hlýtur
eftir eðli manna að draga úr eða veikja andlega starfsemi
þeirra. Að veita stóru heimili viðunanlega forstöðu er í raun-
inni nægilegt starf handa hverjum meðalmanni. Svo bætast
við hreppsnefndarstörf og ýmislegt fleira, svo að fullhart verð-
ur á, að fá tíma til snöggra og snauðra prestsverka; en til
vísindaiðkana vantar þá tíma og ekki síður bækur. Er nú
ekki von að deyfðarblær hvíli yfir kirkjulífinu hér, þegar
svona er ástatt, og er hugsanlegt, að það verði nokkurntíma
öðruvísi, meðan ekki er gerð einhver stórkostleg breyting á
öllu hinu ytra fyrirkomulagi?«. . . .
1. des. 1913: ». . . . Eg hef oft hugsað um, hvort prest-
arnir mundu ekki gera meira gagn fyrir kristindómslífið, ef