Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 168
Prestafélagsritið.
Sýnir deyjandi barna.
159
fljótið* og »borgina«. — 6. Hún segir, að þau systkynin tal-
ist við með hugsuninni einni. — 7. Hún segir, að föt Alla
séu ekki saumuð (sbr. slæðurnar, sem líkamningarnir birt-
ast í). — 8. Hún talar um jarðneska líkamann sem gamalt
fat. Sú kenning kom fyrst fram, að mínu viti, með anda-
hyggju vorra tíma, sem þessi litla stúlka (dáin 1864) þekti
alls ekki. — 9. Lýsingar hennar koma algerlega heim við
reynslu manna nú á síðari árum víða um lönd.
Enginn yðar lætur sér til hugar koma, að deyjandi barnið
hafi sagt ósatt. Hún sá þetta alt. Henni fanst það nákvæm-
lega svona. En er þá sennilegt, að hér sé um skynvillu eða
sjálfsblekking að ræða? Qetum vér hugsað oss, að skynvilla
haldist þrjá sólarhringa samfleytt?
En ef Daisy litla sá Alla bróður sinn raunverulega, hve
mikilvægar upplýsingar eða bendingar eru þá fólgnar í sýn-
um hennar. Fellur ekki sem nýtt ljós yfir önnur eins ummæli
Jesú og þessi: »Guðs ríki er mitt á meðal yðar?« Ef Alli
vakti yfir Daisy frá ósýnilegum heimi og kom að sækja hana,
er líkaminn andaðist í faðmi föður þeirra, þá er mikil hugg-
un geymd í frásögunni um þessar raunverulegu, einkennilegu
sýnir 10 ára barnsins. Og ef hennar sýnir voru raunverulegar,
þá hafa og sýnir hinna barnanna verið það líka. Og þá sjá-
um vér í þessum vitrunum barnanna á lögmál, sem ríkja í
tilverunni. Oss tekur að skiljast, með hve dásamlegum hætti
forsjón Guðs lætur vaka yfir oss frá æðra heimi, og hvernig
ættingjar vorir og hjartfólgnir vinir taka á móti oss opnum
örmum, er vér leysumst héðan. Því að oft að minsta kosti er
dauðinn, sem margir óttast svo mjög, unaðsleg og blessuð
lausn úr fjötrum og frá þrautum.
Og slík hugmynd fer engan veginn í bág við kenningu
Jesú í Nýja-testamentinu. Hún er að mínu viti í fylsta sam-
ræmi við hana. Allir könnumst vér við orðin, sem ég mintist á
áðan. Þau standa í skilnaðarræðu Jesú, þeirri er Jóhannesar-
guðspjall greinir frá: »í húsi föður míns eru mörg híbýli;
væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður, að ég færi burt
að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið