Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 186
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
177
„Fra Genéve til Stockholm 1920—1925. Artikler af Stiftsprovst
Henrik Hoffmeyer og Sognepæst, Dr. Skat Hoffmeyer.“ — P. Haase &
Söns Forlag. 1925. Köbenhavn. — 123 bls.
Bók þessari er tvískift, eins og titillinn ber með sér. Er fyrri kaflinn
um kirkjulegu alheimsmótin í Genf á Svisslandi sumarið 1920, og undir-
búning þeirra og markmið, og um hið helzta, sem gjörðist í kirkjusam-
einingar- og samvinnumálunum fram á árið 1924. Var Hoffmeyer stift-
prófastur á Fredriksberg einn af fulltrúum Dana á fundunum í Genf og
einn af áhrifamestu áhugamönnum þeirra í kirkjusameiningarstarfseminni.
Skrifaði hann í dönsk blöð um einingarfundi þá, er hann var á, og um
annað hið helzta er gjörðist í kirkusameiningarmálinu á árunurn 1920—
1924. Þessar blaðagreinar stiftprófastsins hefir sonur hans látið endur-
prenta 1 fyrri hluta bókar þessarar og sjálfur bætt við nauðsynlegum
skýringum og athugasemdum. Er ánægja að lesa greinarnar, bæði vegna
margvíslegs fróðleiks, sem þær flytja lesendunum í stuttu og ljósu máli,
um kirkjusameiningarstarfsemina, markmið hennar og helztu forgöngu-
menn og grundvöll þann, er menn hugsuðu sér að hægt væri að byggja
samvinnu og einingu kirkjunnar á, — og einnig vegna hins, að þær bera
þess skýran vott, hve ant stiftprófastinum var um, að landar hans kynt-
ust hinni merkilegu samvinnuhreyfingu meðal kirknanna og lærðu af því
víðsýni og kristilegt umburðarlyndi og kærleikslund til annara kirkju-
deilda. — Annars er lesendum „Prestafélagsritsins" áður kunnugt um
hug stifiprófastsins í þessu máli af grein hans í ritinu 1922, er hann
nefndi: „Nokkur orð um nýjustu kirkjusameiningarstarfsemina'1, og skrif-
uð var fyrir ritið að undirlagi ritstjórans.
Síðari kafli bókarinnar er um kirkjuþingið í Stokhhólmi 1925. Stift-
prófasturinn dó í október 1924, um 10 mánuðum áður en sá merkilegi
alheimsfundur hófst. A þeim fundi voru 15 fulltrúar frá Danmörku og
var einn af þeim sonur stiftprófastsins, dr. Skat Hoffmeyer, sem mörgum
Reykvíkingum er að góðu kunnur frá dvöl hans hér fyrir nokkrum árum.
Skrifaði doktorinn í danska blaðið „Nationaltidende" um Stokhhólms-
fundinn og eru þær greinar endurprentaðar í bók þessari. Eru greinarnar
bæði fróðlegar og skemtilega ritaðar og sannarlega þess verðar að sem
flestir Iesi þær. Síðast í ritinu er prentað ávarp kirkjuþingsins til krist-
inna safnaða og einstaklinga, sem þörf væri á að næði til sem flestra
kristilega hugsandi manna. Þar er meðal annars sagt, að reynsla síðustu
ára hafi neytt kristnar kirkjur til að viðurkenna með auðmýkt og blygð-
un, að „heimurinn sé sundraðri kirkju of sterkur". Eftirtektarverð ummæli
sem ekki þurfa skýringar við, en sem hljóta að vekja til alvöru og vera
hvatning hverjum krislnum manni til einingar í trúnni og kærleikanum.
Bókin er prýdd þremur myndum og er ein þeirra af Hoffmeyer
stiftprófasti. S. P. S.
12