Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 70
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
65
á að sjá hvað fyrir höfundinum vakir. En því næst eru þeir
svo vandaðir að kveðandi að aldrei skýtur skökku við um
áherzlu, hvort heldur er efnis eða atkvæða, hvað þá, að
nokkurs verði þar vart, sem til braglýta sé að telja. Einmitt í
síðastnefndu tilliti var hann jafn kröfuharður við sjálfan sig og
aðra og fyrir það ber þessi sálmabók í því tilliti af öllum
eldri systrum sínum. Allur búningur efnisins er þar margfalt
vandaðri en vér nokkuru sinni áður höfum átt að venjast;
bæði er málfar alt miklu hreinna en áður og þess strang-
lega gætt, sem lögmál íslenzkrar bragfræði heimtar.
En svo mikið kapp sem faðir minn lagði á það, að vera
sem látlausastur í kveðskap sínum og að forðast alt mál-
skrúð og tilgerð af hvaða tægi sem er, þá hefir bókin að
geyma meðal hinna frumkveðnu sálma hans nokkra, sem sízt
verður neitað um skáldlega fegurð. Má þar t. d. benda á
aðra eins perlu og sálminn: »Góður engill Guðs oss leiðir*,
eða sálminn: »í dauðans faðm nú fallið er«, einn af hjart-
næmustu sálmum bókarinnar, enda syngur þar maður, sem
sjálfur hafði fengið að reyna sársauka barnamissisins, (af 13
börnum hans dóu sjö á undan honum). Sagt hefir verið af
manni, sem vit hafði á, að dýrast kveðna versið í allri sálma-
bókinni eigi faðir minn, en það er 4. versið í sálminum »Syng
Guði dýrð, hans dýrkeypt hjörð«:
„Hann verður þjónn, eg völdin fæ,
hann vinna má, eg hvíldar nýt,
hann sætir kvöl, eg sælu næ,
hann sakiaus deyr, eg lífið hlýt“.
Einnig mætti benda á síðasta erindið í sálminum: »Eilíf misk-
unn, að þér taktu«, sem og er gott sýnisdæmi þess, að hjá
honum getur brugðið fyrir bragleikni á allháu stigi:
Nauða bárum bæg þú, herra,
burtu fári skæðu hrind,
harmatárin heitu þerra,
hjartasárin mæddra bind;
drottinn hár, á hverri tíð
hagstæð árin gef þú lýð;
6