Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 12
PrestafélagsritiÖ.
Helgi Hálfdánarson.
7
danskan sambvling hvor þeirra: ]ón Þorkelsson málfræðing,
er hét Kristen ]. Lyngby (síðar prófessor við háskólann f
1871), en faðir minn guðfræðing, E. Frisenberg Nielsen,
bróður Rasmusar próf. Nielsens.
Þegar faðir minn kom til Khafnar var þar fyrir meðal ís-
lendinga aðeins einn guðfræðinemi, sem sé ]ónas Guðmunds-
son frá Þverárdal (síðar prestur á Staðarhrauni). Halldór Kr.
Friðriksson hafði að vísu verið guðfræðinemi, að nafninu að
minsta kosti, en farið próflaus heim þá um sumarið til að gerast
kennari við lærða skólann. Eiríkur ]ónsson (seinna vara-próf-
astur á Regensen) taldist »stud. theol.«, en það var áreiðan-
lega ekki nema nafnið. ]ónas var 5 árum eldri stúdent en
faðir minn, svo að þeir hafa ekki einu sinni getað verið skóla-
bræður, enda var farið' mjög að síga á síðasta hlutann með
námið fyrir honum (hann lauk prófi í apríl 1850). En svo
reyndist ]ónas föður mínum þennan stutta samvistartíma er-
lendis, að með þeim tókst þar sú vinátta, er hélzt jafnlengi
og þeir lifðu báðir. En á öðru ári Hafnardvalar föður míns
bættist sá maður í stúdentahópinn íslenzka við háskólann, sem
föður mínum varð kærstur allra vandalausra manna þaðan í
frá og til æfiloka. Sá stúdent var Skúli Gíslason, og við hann
hafði faðir minn mest mök allra landa sinna í Khöfn árin,
sem hann dvaldist þar, enda voru þeir báðir guðfræðingar og
áttu í guðfræðinni sameiginlegt hugðarefni. Einnig kyntist faðir
minn brátt ýmsum dönskum námsbræðrum, en mest þeirra
allra mat hann Hans Dahl, er síðar varð prestur í Keldby á
eynni Möen og orðlagður málhreinsunarmaður.
Fyrsta Hafnarár föður míns fór að öllu leyti í undirbúning-
inn undir fyrsta og annað lærdómspróf. Lauk hann báðum
þessum prófum með bezta vitnisburði, svo sem ráða má af
bréfi einu til hans frá föður hans haustið 1849. Þar er svo
til orða tekið: »Þú óskar, að eg verði ánægður með karakt-
éra þína. Þess hefðirðu ekki þurft að óska, því að það væri
heimskulegt að sækjast eftir meira lofi<.
Þá fyrst er faðir minn hafði lokið þessum undirbúnings-
prófum er hann orðinn staðráðinn í að hverfa að guðfræð-