Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 131
122
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritið.
við. Hver minningin kallar á aðra, og fram fyrir huga minn
koma minningar um heilagar, hátíðlegar stundir, er mér
fanst »hið lága færast fjær, en færast aftur nær hið helga
og háa«. Aldrei gleymi ég hinni grísku guðsþjónustu í Klöru-
kirkjunni, það var hátíð, sem vermdi hjartað. Mér viríist sem
ég væri horfinn frá öllum ys og skarkala nútímans og kom-
inn til hinnar fyrstu kristni. Sungnir voru hinir elztu sálmar,
latneskir og grískir. Prédikað var á grísku, en túlkað á sænsku,
heitir sá, er túlkaði, Hermann Neander, og er dr. theol. og
rektor í Estuna. Engan hefi ég heyrt túlka eins greiðlega og
vel. Þegar ég er þreyttur eða finst eitthvað ganga erfiðlega,
þá vaknar oft hjá mér minning um þessa kvöldstund í hinni
uppljómuðu kirkju. Eg loka augunum og sé það alt fyrir mér,
heyri óminn af hinni sterku rödd patríarkans, af hinni þýðu
rödd erkibiskupanna, og heyri óminn af hinum gríska og
latneska lofsöng, já, tek sálmabókina »Communio« og syng
sálmana, og það er sem mér aukist kraftur og gleði.
Man ég kvöld eitt í Blasieholmskirkjunni, er ég hlustaði á
Selmu Lagerlöf, heyrði Carl prins, bróður konungsins, segja
frá starfi »rauða krossins*, heyrði hann tala um hið eina
nauðsynlega, um kristindóminn sem hið sterkasta afl, því að
þar væri kærleikurinn, sem gæti knúð menn til líknarstarf-
semi og fórnar. 011 konungsfjölskyldan sýndi hirkjuþinginu
mikla velvild, ríkiserfinginn var á öllum samkomunum og
margir fulltrúarnir voru gestir hans, meðan á þinginu stóð.
Kirkjuþinginu lauk með mjög hátíðlegri guðsþjónustu í
hinni veglegu dómkirkju í Uppsölum, og að þinginu loknu
voru menn á einu máli um, að þessara daga yrði minst með
gleði í þeirri kirkjusögu, sem síðar verður lærð.
Það skal ég játa, að ýmislegt af því, sem gerðist, og sagt
var, féll mér ekki í geð. En er ég nú rifja upp fyrir mér
það, sem ég sá og heyrði á þeim dögum, þá verða aðfinslur
mínar að hverfa fyrir þakklátri gleði yfir því, að ég fékk að
vera á þessu þingi og verða þar fyrir áhrifum, sem ég vona
að hverfi ekki.
Við vorum tveir prestar, sem fórum héðan á þing þetta,