Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 162
Prestafélagsritið.
Sýnir deyjandi barna.
153
gangandi þar fram hjá og sagði: »Daisy, hvað ertu að gera?«
— »0, ég er að gefa blómunum að drekka, og þú ættir að
sjá, hversu þau brosa*.
Eitt einkenni hennar var það, að hún var með öllu laus
við myrkfælni, enda hafði hún aldrei heyrt nokkura drauga-
sögu. Foreldrar hennar höfðu verið andvíg öllu dularfullu.
Systir hennar, sem var þó eldri en hún, vildi helzt alt af
hafa Daisy með sér, ef hún var send eitthvað í myrkri, því að
hún væri aldrei hrædd við neitt. Einu sinni sagði Daisy við
systur sína: »Það er ekkert í myrkrinu, sem ekki er þar í
ljósinu. Við trúum þó víst ekki á neinar grýlur*.
Hún var einstaklega aðgætin og vissi hvar hver hlutur var
í húsinu.
Hún dó úr garnabólgu, sem hún fékk upp úr taugaveiki.
Virtist hún komin á bataveg eftir taugaveikina, og stóð bat-
inn eitthvað hálfan mánuð. En þrátt fyrir batann hélt hún
því sjálf fram, að hún mundi deyja innan skamms. Fjórum
dögum fyrir andlátið byrjaði garnabólgan, og fyrsta sólar-
hringinn þjáðist hún mjög. Eftir það hurfu þjáningarnar og
hún varð dulskygn.
Við það varð fyrst vart með þeim hætti, að faðir hennar
var að lesa fyrir hana í 16. kapítula Jóhannesar guðspjalls:
»Eg segi yður sannleikann: Það er yður til góðs, að ég fari
burt; því að fari ég ekki burt, mun huggarinn ekki koma til
yðar, en þegar ég er farinn, mun ég senda hann til yðar«.
Þegar hún heyrði þessi orð, leit hún til mömmu sinnar með
himneskri blíðu og mælti: »Mamma, þegar ég er farin, mun
huggarinn koma til þín; og ef til vill leyfir hann mér að
koma við og við; ég ætla að spyrja Alla um það«. — Alli
var bróðir hennar, sem hafði dáið úr skarlatssótt, sex ára
gamall, sjö mánuðum áður en þetta gerðist. Hún beið dálitla
stund og sagði því næst: >Alli segir, að ég muni fá að fara
til þín við og við; hann segir það sé hægt, en að þú munir
ekki vita af því, þegar ég verð hjá þér; en ég geti talað við
hugsun þína«.
Móðirin segir svo frá: