Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 98
92
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
En slíkum búningi mun flestum veitast erfitt að klæðast, nema
hugurinn fái að vera í kyrð og næði. —
Hér er ég nú kominn að einu atriði, er ég vil nefna, er
ég sný mér að þriðja lið umræðuefnis míns, og fer að leitast
við að gera þess grein í hverju kirkjuguðrækni vorri
helzt sé ábótavant.
Mér finst það meðal annars vera í þessu, hve margt oft
truflar við guðsþjónustur vorar.
Það mun vera æði gamall óvani, sem haldist hefir alt til
vorra tíma í sumum prestaköllum lands vors, að umgangur
sé í kirkjunum mikinn hluta messutímans. Sumir koma þá
ekki í kirkjuna fyr en byrjað er, aðrir fara burt áður en
guðsþjónustunni er lokið, ennfremur hefir það sumstaðar jafn-
vel átt sér stað, að menn hafa farið út á meðan á messunni
stóð og komið svo inn aftur. Auk þessa á það sér sumstaðar
stað, að komið sé með ung börn í kirkjuna, sem ekki tekst
að hafa róleg og þessvegna trufla guðsþjónustuna að meira
eða minna leyti.
Allir, sem verið hafa í kirkju þar sem fullkomin ró og kyrð
ríkir, þekkja hve áhrifanæmur hljóðleikinn getur verið, og
hve vel samstiltar sálir manna geta þá orðið. Það er talað um
samstilta strengi og samstilt hljóðfæri, en eins má tala um
samstiltar sálir. En til þess að svo geti orðið, þarf alt að
vera hljótt og kyrt og ekkert trufla.
Oft hefi ég í kirkjum erlendis dáðst að því, hve söfnuðirnir
kunnu vel að haga sér í kirkjunum. Menn komu á réttum
tíma og allir biðu rólegir unz guðsþjónustunni var lokið og
gengu þá út án þess að flýtja sér, án þess að nokkur troðn-
ingur væri, eins og þeim lægi ekkert á að komast út úr
kirkjunni sinni.
En ég hefi líka getað fagnað yfir þessum hljóðleika við
margar guðsþjónustur hér á landi, ekki sízt í sveitum. Þar
sem slíkt á sér stað, þar er yndislegt að vera við guðsþjón-
ustu, og þar eru ytri skilyrðin fyrir því, að samstiltar sálir
geti tilbeðið Guð í anda og sannleika.
í kaupstöðum vorum og kauptúnum getur slík yndisleg