Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 68
Prestafélagsriiið.
Helgi Hálfdánarson.
63
ina, að hún hefir orðið það sem hún er. Að hann yfirleitt gaf
sig að því að þýða sálma, orsakaðist sízt af því að honum
þætti það léttara verk en að frumkveða. Astæðan var vissu-
lega öll önnur. Ahugi hans á að þýða stóð í sambandi við
þá skoðun hans, að því meira sem sálmabók hefði inni að
halda af kjarnasálmum úr sálmafjársjóði kristinnarkirkju frá eldri
tímum, þess ágætari væri hún og þess betur samsvaraði hún
hugsjón sinni. Sálmarnir ættu að vera tengisamband milli
hinna kristnu þjóða og um leið milli vorra tíma og löngu lið-
inna tíma kristninnar, svipað því sem ætti sér stað með hei-
laga ritningu. í sálmabók hverrar þjóðar eigi því hið kirkju-
lega að ráða en ekki“ hið þjóðlega. Þess vegna var honum
það svo mikið áhugamál, að sálmabók vor eignaðist sem
mest af »kjarnasálmum«, hvort heldur er hinnar almennu
kirkju eða hinnar evangelisku kirkju sérstaklega, og því iðk-
aði hann svo kappsamlega þýðingarstarfið og varð með árun-
um svo leikinn þýðandi. Þess sáust greinileg merki þegar við
útkomu þeirra 75 þýddu sálma, sem hann gaf út á prent
1873, að hann var gæddur alveg sérstökum hæfileikum til
þess að færa útlenda sálma í íslenzkan búning án þess að
þeir töpuðu verulega við þau fataskifti. Oft kemur það að
vísu fyrir að hann þræðir ekki frumsálminn orði til orðs,
heldur endurkveður hann á íslenzku, og að endurkveðskapur
hans er einatt svo sjálfstæður og óháður frumsálminum, að
þess verður ekki vart, að um þýðingu sé að ræða. Því mætti
segja um allmarga hinna þýddu sálma, að þeir væru fremur
ortir eftir útlendri fyrirmynd en þýddir. En hitt er þó venjan,
3Ö hann leitast við að komast svo nálægt frumsálminum sem
mögulegt er, og þetta hefir einatt tekist svo vel, að segja má,
að hann hafi ekki aðeins náð hverri hugsun, heldur jafnvel
meira og minna af því lífi, þeim þrótti og því yndi, sem
frumsálminum var eiginlegt. Til sannindamerkis um, að þetta
er ekki talað út í bláinn, vil eg benda á þýðinguna á sálmi
Kingos: »Far, Verden, far vel (»Far veröld þinn veg«), eða
á sálmi Grundtvigs: »Hyggelig rolig, Gud, er din Bolig«
(»Indælan blíðan, blessaðan fríðan«), eða svo eg nefni þýðingar,