Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 170
Prestafélagsritið.
Sýnir deyjandi barna.
161
Og þekking á því, hvað dauðinn er í raun og sannleika,
verður þar drýgsta hjálpin. Það dugir ekki lengur að líta á
hann eingöngu sem hegning fyrir syndina. Dauðinn er —
þrátt fyrir alt — ein af dásemdum Guðs. Það var það, sem
Daisy litla hafði uppgötvað.
Mér finst ég skilja prestinn, föður litlu stúlkunnar, sem lét
þessa reynslu og fræðslu deyjandi barnsins verða sér
huggun æfina á enda og byrjaði af nýju að lesa Nýja-testa-
mentið á frummálinu, til þess að fá réttari hugmynd um
upprisuna.
En vér ættum ekki að afla oss fræðslu um þessa hluti til
þess eins, að láta fræðsluna verða oss sjálfum til huggunar,
heldur og til þess að veita henni út til annarra — til safnað-
anna, sem vér störfum hjá. I hverjum söfnuði þurfa margir
huggunar við í ýmis konar þrautum, og ekki sízt, er þeir
standa uppi í ástvinamissi með særð hjörtu. Það þekkið þér,
prestarnir, allir, bæði ungir og gamlir.
Þér munið sjálfsagt eftir ummælum biskupsins í skáldsög-
unni frægu eftir Victor Hugo (Vesalingarnir), þegar skrifta-
börnin hans og guðhræddu konurnar í Digne höfðu hvað
eftir annað gefið honum fé fyrir nýju altari í bænastofu hans,
en hann hafði altaf gefið fátæklingum peningana: >Fallegasta
altarið«, sagði hann, »er sál ógæfusams manns, sem hefir
látið huggast og þakkar Guði«.
Enn hljómar hin spámannlega áminning til vor:
»Huggið, huggið lýð minn! segir yðar Guð«.
Ég þykist þess fullvís, að oss langi alla til að hlýðnast
þeirri áminning. Fyrir því skulum vér og veita athygli því,
sem deyjandi börnin sjá. Það getur orðið sorgbitnum foreldr-
um og ýmsum fleiri huggunar-uppspretta.
ll