Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 16
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
11
búa sig undir danskt lagapróf. Meðal þeirra urðu honum tveir
einkarkærir vinir, enda stökustu ljúfmenni báðir. Það voru
þeir Erlendur Þórarinsson (frá Hofi í Alftafirði), er að loknu
námi varð sýslumaður í Isafjarðarsýslu, en druknaði eftir fárra
ára dvöl þar vestra á leið frá Vigur til ísafjarðar (1857), og
jóhannes Guðmundsson (frá Miklahóli í Viðvíkursveit), er
síðast var sýslumaður í Mýrasýslu, en varð úti í blindhríð
11. marz 1869.
I janúar 1854 lauk faðir minn embættisprófi með mjög
góðri fyrstu einkun. En fjórum mánuðum síðar hélt hann af
stað heim til Islands alfarið, eftir tæpa sex ára dvöl erlendis.
Man eg ekki, að eg nokkur sinni heyrði föður minn minnast
námsáranna erlendis öðruvísi en með óblandinni gleði svo
sem einhvers skemtilegasta kafla æfi sinnar, enda átti hann
margra ánægjustunda að minnast frá þeim árum. Honum var
þá líka alla æfi upp frá því mjög hlýtt til Danmerkur og
Dana og mintist jafnan Haupmannahafnarháskóla sem fyrir-
myndar annara stofnana af því tagi.
Svo sem að líkindum ræður, var það gleðidagur mikill
prestinum á Eyri, er hann frétti um velaflokið próf sonarins.
Um það ber »Minnisbók« hans ótvírætt vitni. Hinn 24. apríl
um vorið ritar hann í bókina þetta: »Drottinn! Drottinn! lof
og dýrð sé þér fyrir þennan blessaða gleðidag, einn af þeim
gleðilegustu í mínu lífi, sem eg hefi oft hugsað um í vetur
og oft hugsað til f 5 eða 6 síðastl. ár. Nývaknaður heyrði
eg sagt við ]ónu [dóttur] mína í lágum rómi: »Skipið!« Flaug
mér þá strax í hug, að skip væri nú máske komið frá Höfn.
Kom þá brátt Jóna mín til okkar með glöðu yfirbragði, og
fær mér bréf með hönd Helga míns. Las eg það hálfklæddur,
og sá nú hrærður af gleðifilfinningum, að Helgi minn var
orðinn cand. theol. með Laudi*.
Eins og áður er vikið að, voru þeir báðir séra Hálfdán
Einarsson og fóstri hans og tengdafaðir séra Jón í Möðru-
felli, mjög hlyntir heittrúarstefnu í trúmálum og þá að sama
skapi andvígir öllu, sem einhvern keim bar af »skynsemistrú«,
eins og hún hafði ríkjandi verið innan mótmælendakirkjunnar