Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 139
Prestafélagsritiðw.
SUNNUDAGSHELGIN og HEIMILIN.
Eftir séra Þorsíein^Briem.
Því er svo varið um ýmsa sjúkdóma, að alllangur tími líður,
frá því er sóttkveikjan berst inn í líkamann, þar til er sjúk-
dómurinn sjálfur kemur í ljós. í sumum sjúkdómum líða aðeins
nokkrir dagar. í öðrum líða vikur, og í enn öðrum, svo sem
berklaveikinni, geta einatt liðið tugir ára frá því er sóttkveikj-
an berst inn í líkamann og þar til sjúkdómurinn verður svo
magnaður að hann komi í ljós.
Þessu hefir verið sama veg háttað um ýmsar þjóðlífsbylt-
ingar og þjóðlífsmein. Þær hafa átt langan aðdraganda og
verið lengi að grafa um sig, þar til er þær hafa brotist fram
sem árstraumur, er ekki var unt að stöðva. Hin hættulegustu
þjóðlífsmein koma oft eigi jafnskjótt í ljós. Þau eru vanalega
eins og ígerð, sem stendur djúpt. Alt er að sjá heilt á yfir-
borðinu, þó þar sé holgrafið undir.
Eg hefi ætlað mér að drepa hér á þjóðlífsmein, sem ekki
er ólíkt farið. Þess gætir víða ekki mjög á yfirborðinu, en
óvíða mun þó alheilt.
Þetta þjóðlífsmein, sem hefir verið að grafa um sig um
undanfarið skeið, er hið þverrandi vald og áhrif heimilanna.
Ég geri ekki ráð fyrir, að neinum hafi dulist það, þó að
það komi ekki alstaðar jafnglögt í ljós, að heimilin eiga erf-
iðari aðstöðu nú, en áður, að leysa af hendi þau hlutverk,
sem mestu skifta. hvert þjóðfélag, að göfga hugi ungmenn-
anna, með hollu og góðu uppeldi.
Vér þurfum ekki langt að minnast, til að sjá hve mörg
heimilisbönd hafa losnað og gengið úr skorðum hinn síðasta