Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 178
Presíafélagsritiö.
ERLENDAR BÆKUR
SENDAR TIL UMSAGNAR.
Danskar bækur.
„Islands Kirke fra dens Grundlæggelse til Reformationen.
En historisk Fremstilling“. — Samin af dr. theol. Jóni Helgasyni bisk-
upi yfir íslandi. G. E. C. Gads Forlag. Khavn 1925.
Þaö er oft kvartað yfir því, að erlendis sé þekking manna á sögu
Islands og högum hinnar íslenzku þjóðar mjög af skornum skamti. Eru
til margar sögur um hinar kynlegu hugmyndir, sem menn í ýmsum lönd-
um hafa gert sér um þjóð vora. Þegar slíkar skoðanir eiga heima hjá
mönnum, sem í fjarlægð búa, kippa menn sér hér heima ekki upp við
slíkt, en líta svo á, að varla sé við öðru að búast. En þegar vanþekkingar
í þessum efnum verður vart hjá nágrannaþjóðum vorum, þá verður undr-
un vor oft samferða gremjunni.
Því er oft haldið fram, að vér Ialendingar séum viðkvæmir mjög
fyrir þvf, hvað aðrir segja um oss, og kann nokkuð að vera hæft f
þessu, enda mun slík viðkvæmni eiga heima hjá öllum fámennum þjóðum.
En hinu má þá heldur ekki gleyma, að séum vér næmir fyrir þeim
skoðunum, sem virðast kasta rýrð á land vort og þjóð, þá erum vér
einnig næmir fyrir hinum góðu og réttlátu dómum. Vér kunnum vel að
meta virðingu þá, sem tungu og þjóðerni er sýnd. Komi Islendingur til
annara landa þykir það engum undrum sæta, þó að hann geti bjargað
sér í málinu. En komi útlendingar hingað og tali íslenzku, þá er slíkt í
annála fært og þykir gleðilegt og lofsvert. Allir þeir, sem ferðast hafa
um önnur lönd kannast við þá gleði, sem vaknar, þegar talið berst að
þjóð vorri og orð þeirra, sem í fjarlægð búa, byggajst á þekkingu um
landið. Það er eins og Iandið hafi þar eignast góðan vin.
En öll þekking byggist á fræðslu. Hvernig eiga menn að þekkja án
fræðslunnar? Hvernig geta menn, sem heima eiga í öðrum löndum og
ef til vill fá aldrei tækifæri til þess að koma hingað, hvernig eiga þeir
að þekkja nokkuð til sögu þjóðar vorrar, nema þeim sé veitt hin nauð-
synlega fræðsla?
Ef það er sannfæring vor, að því beri að heilsa með gleði, ef menn