Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 15
10
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
daga, og þótt hann, sem skiljanlegt er, hefði litlar mætur á
guðfræði Magnúsar, svo neikvæð sem hún var, og væri næsta
andvígur þeirri stefnu, sem hann vildi ryðja braut, þá gat
föður mínum eins og öðrum, sem kyntust honum, ekki annað
en þótt vænt um >frater«.
Að faðir minn hafi verið áhugasamur við námið á Hafnar-
árunum, þarf ekki að taka fram. Hann var að upplagi svo
gerður, að honum var óljúft að eyða tímanum í iðjuleysi og
átti því ekki samleið með löndum sínum eins og þeir voru í
þá daga allur þorrinn, enda fór orð af iðni hans og ástundun.
Að minsta kosti gaf Arni kaupmaður Sandholt honum þann
vitnisburð 1851 í eyru föður hans, að »þó þeir flestir af
íslenzkum stúdentum við háskólann nú stúderuðu lítið eða
ekkert, sem þeim væri þarfi í eða sómi að, gengi hann að
öllu gagnstæða leið og væri því af öllum virtur og vel metinn«.
Um hluttöku, er nokkuru næmi, í lífi stúdenta á þeim tímum,
var alls ekki að ræða af hans hálfu fremur en íslenzkra
stúdenta yfirleitt, og dönsku heimilislífi mun hann ekki hafa
kynst í Khöfn, nema heimili foreldra áðurnefnds vinar síns
Hans Dahls. Aftur átti hann hvenær sem hann vildi góðum
viðtökum að fagna á búgarði einum, Strögaardsvang, skamt
frá Hilleröd. Þar bjó frænka hans, Þóra að nafni, systir Karls
Andersen, sambekkings hans, með manni sínum Brun skógar-
verði. Fór hann þangað stundum um jólin, en lítt held eg að
föður mínum hafi getist að dvölinni þar, þótt fólkið vildi vera
honum gott. Vfir höfuð er svo að sjá sem íslenzkir stúdentar
hafi lítið saknað þess að eiga hvergi innkvæmt hjá dönskum
fjölskyldum á námsárunum, enda voru þeir því lítt vanir frá
skólaárunum heima, að menn skiftu sér af þeim, sízt meðan
skólinn var á Bessastöðum.
Þótt faðir minn sem aðrir ísl. stúdentar hefði »kommunitet«
og Garðstyrk alla Hafnarveru sína, þá var efnahagurinn víst
ærið þröngur á námsárunum. Til þess að afla sér tekna varð
hann því að taka yngri stúdenta til kenslu, einkum þá er
voru að búa sig undir annað lærdómspróf. Einnig kendi hann
latínu nokkurum óskólagengnum löndum sínum, sem voru að