Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 40
^resiafélagsritiö.
Helgi Hálfdánarson.
35
krafti Guðs«. Hann lagði enga áherzlu á flug hugsunarinnar,
en þess meiri á hiff, að hugsunin væri Ijós og skiljanleg,
Hann vildi að lúðurinn gæfi skilmerkilegt hljóð, og honum
tókst þá líka að haga svo orðum sínum, að enginn þurfti að
efast um hvað hann var að fara. Eins og hinar prentuðu »Pré-
dikanir* hans (Rvík 1901) bera með sér, lagði hann mikla rækt
við ytri búning þeirra. í efnisskiftingunni var hann meistari; hann
hafði frá upphafi vanið sig á að skipa vandlega niður efninu,
enda varð honum það svo eðlilegt er fram liðu stundir, að
efnisskiftingin kom af sjálfu sér. Prédikanir hans voru ávalt
samtengjandi (syntetiskar), þar sem efni textans var dregið
saman í eina aðalhugsun, sem síðan var útlistuð eða athuguð
frá ýmsum hliðum. Sundurliðandi (analytiskar) prédikanir voru
síður eftir hans höfði, og þó enn síður svo kallaðar »homi-
Kur«, sem hann áleit, að oft yrðu til þess, að prédikarinn
beitti textann gjörræði, með því að leggja alt aðra hugsun í
orð textans en hann gæfi tilefni til. Hann áleit eins og Claus
Harms, að þær gæti orðið »svæfill fyrir lata og andlausa
presta*. Eins og hann áleit það skyldu hvers prédikara að
feggja út af texta sínum, eins gerði hann þá kröfu bæði til
sjálfs sín og annara að temja sér ákveðið umtalsefni í hverri
Prédikun. Að krydda prédikunina með smásögum, var ekki
eftir hans höfði. Hann áleit, að sögurnar væru vottur þess, að
prédikarinn nenti ekki að hugsa eða fyndi sig ómáttugan til
að koma orðum að hugsun sinni og Iéti því söguna hugsa
fyrir sig. Margt af þessu mundi ekki þykja góð »Iatína« nú á
dögum, enda má gera ráð fyrir, að honum hefði veitt erfitt
að fella sig við marga prédikunina, sem flutt er nú. En sá er
nd einu sinni gangur lífsins, að orðsins flytjendur verða að
velja prédikunum sínum það snið, sem bezt á við hvern tíma,
því að það prédikunarsnið verður aldrei fundið, sem eigi jafnt
við á öllum tímum. Hann hafði ágætan framburð þótt röddin
væri veik; hann var ekki það sem menn venjulega kalla
*mælskur« prédikari og hirti ekki heldur um það. En prédik-
anaflutningur hans var aldrei dauður upplestur, heldur lifandi
vitnisburður, þótt lesinn væri af blöðum, vitnisburður, sem gat