Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 118
Prestafélagsritið.
Hallgrímskirkja.
109
rúðum, með myndum úr píslarsögu Krists og versum úr
sálmum Hallgríms neðanundir. Vel ætti einnig við að hafa í
kirkju þessari sem flestar af útgáfum Passíusálmanna í skraut-
bandi. Mætti geyma þær í glerkassa eða skáp í nánd við
gröf Hallgríms. Einnig þætti mér eiga mjög vel við, að hafa
eftirmynd af .Hallgrímsminnismerki Einars Jónssonar í kirkjunni
á þeim stað, er bezt þætti henta. Ennfremur væri eðlilegt, að
fá málaða veglega altaristöflu í kirkju þessa með mynd úr
píslarsögunni og viðeigandi versi úr Passíusálmunum undir.
A síðustu árum hefir sú tillaga komið fram, að reisa Hall-
grímskirkju í Reylqavík og eru þegar nokkur samskot hafin
í því skyni. Um þessa hugmynd er ekki nema alt hið bezta
að segja. í Reykjavik, með sívaxandi mannfjölda, er brýn
þörf á nýrri kirkju, sem viðeigandi væri að nefna Hallgríms-
kirkju. En þessar tvær ’nugmyndir, um Hallgrímskirkju í Saur-
bæ og í Reykjavík, mega ekki útiloka hvor aðra eða spilla
hvor fyrir annari. Þvert á móti eiga þær báðar að komast í
framkvæmd, og það sem fyrst. Úr samskotunum mega þessar
tvær hugmyndir ekki heldur draga, því að hver gefandi getur
sjálfur ákveðið til hvorrar kirkjuunar gjöf hans eigi að fara.
Eg er Einari prófasti Thorlacius í Saurbæ samdóma, er
hann skrifar mér: »Hvar sem er á landinu má eðlilega kalla
Hallgrímskirkju, eins og fyrrum tíðkaðist að kenna kirkjurnar
við Maríu mey, postula og aðra helga menn, en þessar hug-
myndir draga ekki úr byggingu Hallgrímskirkju yfir gröf
hans í Saurbæ, því að eins og ástvinir Ieggja minningarsteina
yfir grafir ástvina þeirra, þannig er eðlilegt, að hin íslenzka
bjóð vilji fyrst og fremst reisa þessum ástmög sínum veg-
legt minningarmerki á gröf hans, fremur en annarsstaðar« —.
Það verður ánægjulegt að fá að sjá Hallgrímskirkjurnar
tvær rísa upp — veglegar og vandaðar, með turnum, er
benda til himins. Þegar þær eru reistar, geta allir menn séð
þess merki, að enn minnast íslenzkir söfnuðir þakkarskuldar
sinnar við trúarskáldið vort mesta.