Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 101
Prestaíéiagsritið. Kirkjuguðrækni. 95
— Ég man eftir því, hve þetta svar mannsins læstist inn í
huga minn: „ekki skylduguv“. Mér fanst í því felast, að í
kirkjunni hugsaði maðurinn sér þá eina syngja, sem skylda
bæri til þess að halda uppi guðsþjónustunni. A honum hvíldi
ekki sú skylda þarna, í þessari sókn, þessvegna neitaði hann
beiðninni.
Því miður var það rótgróinn siður í sveitum þessa lands
og einnig hjá mörgum kaupstaðarbúanum, að taka ekki með
sér sálmabók til kirkju, og aðeins fáir sungu því í kirkjun-
um. Þar var fremur um kórsöng en safnaðarsöng að ræða.
Talsvert hefir þetta breyzt á síðari árum, að minsta kosti hér
í Reykjavík, en langt er í land að vel sé.
Annað stig þátttökunnar er, að menn hafi sálmabók með
sér og syngi með, allir þeir, sem sungið geta, en hinir fylgist.
með og lesi sálminn. A þennan hátt getur söngurinn orðið
safnaðarsöngur, sameiginleg tilbeiðsla safnaðarins með lofgjörð
og bæn. En fyrir því er aldareynsla, að fátt getur eins orðið
mönnum hjálp til þess að lyfta huga sínum upp til hæða eins
og fagur söngur margra í sameiningu.
En þriðja stig þátttökunnar í guðsþjónustu safnaðanna er
það, þegar hér við bætist þátttaka í bænum þeim, er fram
eru bornar við guðsþjónustuna. Að því ber að stefna, að það
þrent sé sameinað, að vera athugull áheyrandi, lofsyngjandi
og biðjandi kirkjugestur. Þá hjálpar hver öðrum til að hefja
hug til hæða og þá getur myndast það andlega andrúmsloft í
kirkjunni, sem gerir mönnum hægra fyrir að tilbiðja Guð þar
en ef til vill nokkurstaðar annarstaðar.
Alt þetta, sem ég hér hefi drepið á, bendir til þess, að
kirkjuguðrækni vor sé einhliða, og að hún beinist alt of lítið
að því, sem mestu varðar, að tilbeiðslunni. Ég hefi með
hverju ári fundið til þess meir og meir, hve guðsþjónustur
vorar stundum virðast fátækar af tilbeiðslu, enda er það skilj-
anlegt, þar sem einkenni þessara tíma munu fremur vera
fræðsluþrá en tilbeiðsluþörf. En þetta þarf að breytast..
Kirkjuguðrækni vor þarf að verða ríkari af tilbeiðslu.