Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 38
■Preslafélaasritiö.
Helgi Hálfdánarson.
33
að fylgja sem þjóni kirkjunnar, mun það ekki orka tvímælis,
að faðir minn hafi sem prestaskólakennari orðið meiri áhrifa-
maður en nokkur annar þeirra manna, sem við guðfræði-
kenslu fengust hér á 19. öld. Samkennari hans, Þórhallur
biskup, gefur honum þá líka þann vitnisburð í grein um hann
í Hirkeleksikon, að hann hafi verið »ágætasti kennari íslands
á 19. öld«. Þau orð hygg eg og sönn vera. Mun þá líka mega
með sanni segja, að prestaefnin hafi litið upp til hans því
nær undantekningarlaust með virðingu og ást. Hann var allur
og óskiftur í kennarastarfinu, en ekkert aflar kennurum fremur
virðingar lærisveina sinna en þegar þeir finna það. Og hon-
um voru auk þess gefnir ágætir hæfileikar til að gera kensl-
una lifandi og þá um leið arðberandi fyrir lærisveinana. Hann
hafði það fjör andans í ríkum mæli, sem til þess þarf að
halda lærisveinunum vakandi: öll framsetning hans var svo
Ijós og frásneidd öllum málalengingum; lærisveinarnir voru
aldrei í vafa um hvað fyrir honum vakti og að hvaða tak-
marki hann stefndi með þá. Það gat enn fremur ekki dulist
neinum þeirra hve kært honum var þetta starf, hve lifandi
áhuga hann hafði á því, að það kæmi að sem beztum notum,
°9 hve hann kostaði kapps um, að lærisveinarnir við það
ekki að eins auðguðust að þekkingu í guðfræði, heldur fengju
um leið vaxið og þroskast til lifandi og vitandi samfélags við
Quð. Því að svo mikils sem hann mat guðfræðiþekkinguna,
mun honum aldrei hafa dulist, að hið lifandi og vitandi guðs-
samband væri grundvallarskilyrðið fyrir því, að verða hæfur
þjónn orðsins í kirkjunni. Öll guðfræðikensla föður míns hafði
að meginmarkmiði það, að »halda Kristi fram« (»Christum
lreiben«, eins og Lúter orðaði það). í því efni fyrst og fremst
v>ldi hann vera lúterskur guðfræðingur. Þetta duldist þá ekki
heldur lærisveinum hans eða gat dulizt. Og þeir fráfældust
hann ekki fyrir það. Síður en svo væri. Þeir dáðust miklu
fremur að trúmensku hans við kenningararf kirkjunnar, eins
°9 þeir dáðust að djúpsettum lærdómi hans og dróust að
honum sem hinum kristna mannkostamanni, sem ofan á
alt annað reyndist þeim föðurlegur hollvinur og að ýmsu leyti