Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 69
64
]ón Helgason:
Prestafélagsritið.
sem ekki eru í sálmabókinni, heldur í »Sálmar úr ýmsum
málum*, þýðinguna á »Dies iræ, dies illa« (Dagur reiði, dagur
bræði*) eða »Recordare sanclæ crucis* (Haf þú maður
hverju sinni). Hann hafði og mjög næma tilfinningu fyrir því,
hvaða útlendir sálmar þyldu það helzt að verða þýddir. Hann
hafði t. a. m. mjög miklar mætur á »Morgun og kveldsálm-
um« Ingemanns og elskaði allra sálma mest hinn yndislega
sálm Grundtvigs »1 al sin Glans nu straaler Solen*. En hann
lét sér aldrei til hugar koma að reyna að þýða slíka sálma,
því að þýðing gæti hér aldrei orðið annað en limlesting. Þeir
væri svo danskir í instu rót sinni, að þeir mistu alt sitt gildi
ef farið væri að útleggja þá á önnur tungumál.
En þótt ég þannig segi, að fyrst og fremst sé á sálma-
þýðingar föður míns að líta, þegar ræða er um gildi hans
sem sálmaskálds, þá er það síður en svo, að eg vilji gera
lítið úr hinum mörgu frumkveðnu sálmum hans. Meðal þeirra
sálma eru margir, sem vafalítið eiga langt líf fyrir höndum og
munu seint hverfa úr hinni íslenzku sálmabók; því að þótt
þeir skari ekki fram úr að skáldlegri háfleygi og andagift, hafa
þeir flestir í allríkum mæli þá eiginleika, sem kirkjusálmar
verða að hafa og lífsmagn þeirra byggist á. Því má sem sé
aldrei gleyma, að sálmabækur hafa annað markmið en venju-
legar ljóðabækur. Þær eru ætlaðar einstökum mönnum og
heilum söfnuðum til sálubóta í kristilegu tilliti, til að lyfta
mönnum upp til drottins, draga anda iðrunar og trúar fram
úr syndugs manns brjósti, koma mönnum til að tala við
Guð sinn og lausnara og knýja til bænar. Þess vegna ríður
mest á þessum þremur eiginleikum í hverri kristilegri sálma-
bók: lifandi trúarsannfæring, innilegri tilbeiðslu og kirkjuleg-
um hljómblæ, og þessar eigindir bæta oft fyllilega upp það,
er þykja kann að vanta á beint skáldlegt andríki og and-
ans flug, sé sálmurinn að öðru leyti vel kveðinn og svo
óbrotinn og einfaldur, að hvert trúað mannsbarn getur skilið
hann. En þetta er þá líka einkenni allra hinna frumkveðnu
sálma föður míns. Þeir eru auðskildir og frásneiddir öllu
skáldlegu yfirlæti, svo blátt áfram, að engum verður erfiðleiki