Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 108
102
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
að fáum vér eignast margan mann,
sem myrkrunum eyða vill og kann
og breiða Guðs Ijós um láð«.
Séra Matthías Jochumsson kemur með sömu spurninguna
1914 og segir; »Hverju veldur nú Hallgríms frægð og vin-
sældir hjá oss? Því er fyrirfram fljótt svarað. Því valda hans
p:ningarsálmar«. . . . >Þjóðin hefir nálega bókstaflega drukkið
þessa sálma og nærst á þeim með móðurmjólkinni. Og til
þess hefir svo margt í þessum blessuðu ljóðum hjálpast að.,
fyrst og fremst hjartnæmi þeirra eða efni þeirra í svo hríf-
andi búningi; þar næst andríki og fullkomlegleiki skáldskap-
arins yfir höfuð að tala. Og hið þriðja, sem fest hefir sálma
þessa í huga og hjarta manna, það er lifsspeki þeirra og
heilræði, eða hin auðuga og ótæmandi heimfærsla lærdóma
og hugmynda höfundarins upp á lífið. Mætti benda á þessa
auðlegð með ótal dæmum, nefna fjölda margar hendingar,
sem eru orðtak alþýðu, og allir hafa á takteinum, sem upp-
alist hafa við notkun sálmanna. Get ég þess sem dæmis, að
dóttursonur Magnúsar lögm. Ólafssonar (f 1800) hafði eftir
honum, að ekkert atvik hefði sér mætt á æfinni, að eitthvert
atriðisorð úr Paffs.s. hefði ekki ósjálfrátt átt heppilega við«.
Mörg önnur eftirtektarverð ummæli um Passíusálmana og
önnur Hallgríms ljóð komú fram minningarárið 1914. Get ég
ekki stilt mig um að rifja upp tvenn þeirra, þótt áður hafi
verið prentuð (í Nýju kirkjublaði 1914).
Prófessor Haraldur Níelsson kemst svo að orði: »Síðan
Hallgrímur var uppi, hefir kenning Krists haldið innreið sína
í sálir barnanna á þessu landi á hans tónum. Fyrstu bænar-
orðin, sem mæður vorar og systur kendu oss, voru tekin af
munni Hallgríms Péturssonar. Og enn mun fjöldinn af oss
geyma þær endurminningar einna helgastar frá æsku, er vér
lásum bænarversin hans kvölds og morgna og Passíusálm-
arnir voru sungnir við húslestra á heimilum vorum. Það eru
sálmarnir hans, sem drýgstan þáttinn hafa átt : því, að jafn-
vel hvert kotið í þessu landi varð um langt skeið Guðs must-