Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 64
"Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
59
gremju*. Eg efast ekki um, að sonurinn fari rétt með. En
jafn áreiðanlegt er, að þá hefir séra Matthías mismint, eins og
hann gerir svo oft í þessum söguköflum sínum, t. d. þá er
hann segir, að nefndin hafi átt fundi með sér á hverju ári,
þar sem hið sanna er, að hún átti engan fund með sér á
fjögra ára tímabilinu, frá sept. 1880 til júlí 1884, svo sem
áður segir. En slíkt rangminni er afsakanlegt hjá öldruðum
manni. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir, að faðir minn hafi
rekið á eftir; því það var skylda hans sem formanns í nefnd-
inni að sjá um, að verkinu miðaði áfram. Og sá eftirrekstur
hefir ekki sízt bitnað á séra Matthíasi, svo lítill sem á-
hugi hans var á nefndarstörfunum yfir höfuð og svo seinlátur
sem hann var með efndir á loforðum sínum um sálma til
bókarinnar, af ástæðum, sem þeir geta bezt gengið úr skugga
um, sem lesið hafa »SögukafIana« og vita í hvaða hugarstríði
séra M. einatt var staddur á árunum eftir að hann gerðist
prestur í Odda. Móti staðhæfingu læknisins á Akureyri, sem
hann ber föður sinn fyrir, mætti tilfæra ummæli séra Valdi-
•mars í æfisögu föður míns, sem hann ritaði í Sunnanfara.
Þar er vitnisburðurinn á þessa leið: »1 nefndinni kom hann
mjög frjálslega fram og gaf margar góðar leiðbeiningar, eink-
um hinum yngri nefndarmönnum*. Um ráðríki gat auk þessa
yfir höfuð að tala ekki verið að ræða, því að faðir minn réði
ekki yfir nema sínu eigin atkvæði, en sú regla hafði verið
tekin í öndverðu, að afl atkvæða skyldi ráða úrslitum um
hverjir sálmar yrðu teknir. Hafi faðir minn verið óánægður
með séra Matthías sem nefndarmann, þá hefir það vissulega
ekki verið af því, að honum líkuðu ekki sálmarnir, sem frá
honum komu, heldur af hinu, hve fáir þeir voru og hve afar-
dræmt þeir komu. Eg get meira að segja sannað það eftir
gerðabók nefndarinnar, að af 28 sálmum alls, sem frá séra
M. bárust nefndinni, var aðeins tveimur hafnað. Mér er jafn-
vel næst geði að álíta, að fleiri sálma hafi séra M. ekki átt
til í eigu sinni fram til 1886 en þessa sömu 28. Að þeir
komust ekki að allir með tölu og að nefndarmenn óskuðu, að
ihann umbætti þá suma, var ekki nema sjálfsagður hlutur,