Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 28
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
23
öðru leyti bar hann mikla virðingu fyrir þessum merka öld-
ungi, sem um svo langt skeið hafði verið einn af atkvæða-
mestu mönnum íslenzkrar kennimannastéttar.
Síðustu árin, sem faðir minn var í Görðum ágerðist mjög
með honum heyrnardeyfð, er byrjað hafði að gera vart við
sig kóleru-sumarið (1853) í Kaupmannahöfn. Honum veitti
sérstaklega mjög erfitt að búa börnin undir fermingu svo illa
sem hann heyrði til þeirra. Varð hann því oftast að láta móð-
ur mína sitja inni í stofunni hjá sér með prjónana sína meðan
hann spurði börnin, til þess að hún gæti flutt honum svör
barnanna, er hann heyrði þau ekki. Þessi kvilli hans ýtti tals-
vert undir hann, að hverfa frá prestskapnum er honum byðist
verkahringur, sem betur væri við hans hæfi. En þó voru það
sem fyrr segir meðfram hinar mjög erfiðu ástæður sóknarmanna
á þeim árum og jafnframt því hið mikla áhugaleysi þeirra um
andleg efni, er var orðið landlægt þar og hafði svo verið um
fjölda ára, sem rak á eftir honum með að sleppa ekki tæki-
færinu til að breyta um verksvið, sem honum bauðst er kenn-
arastaðan við prestaskólann losnaði við forstöðumannaskiftin
þar 1866 er Pétur prófessor varð biskup.
Faðir minn var frá æsku mjög svo ljóðelskur maður og
hafði þegar á skólaárum sínum fengist sjálfur við að yrkja,
því að hann var hagmæltur vel. Fæst þessara æskuljóða kom
nokkuru sinni fyrir almenningssjónir, enda voru erfiðleikarnir
nieiri þá, í blaða- og tímaritaleysinu, en nú eru á því að
koma slíku á prent. Eg veit þá ekki heldur til þess, að nokk-
uð af þessum æskuljóðum föður míns bærust út fyrir hóp
nánustu vina, nema kvæðið »Útlæga konan á banasænginni«,
sem hann orkti síðasta árið sitt í skóla og mun hafa verið
innblásið af kvæði Oehlenschlægers »Underlige Aftenlufte*, sér-
staklega hendingunum:
„Tidlig mistet jeg min Moder,
ak, det gjorde mig saa ve,
Danmark er min anden Moder
skal jeg ej den Moder se“.