Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 56
Presuféiassritið Helgi Hálfdánarson. 51
sitja. í byrjun október var loks tekið að prenta og stóð prent-
unin yfir allan veturinn til sumarmála. Prófarkalesturinn ann-
aðist faðir minn að mestu sjálfur með aðstoð þeirra presta-
skólastúdentanna Hálfdáns Guðjónssonar og Skúla Skúlasonar.
A sumardaginn fyrsta (1886) voru föður mínum afhent frá
bókbindaranum fyrstu bundnu eintökin af hinni nýju »Sálma-
bók til kirkju- og heimasöngs«, sem hann hafði þá starfað að
í 8 ár samfleytt. Þarf ekki að taka það fram hver gleðidagur
honum var að sjá þannig farsællega til lykta leitt þetta starf. Og
okkur, sem höfðum verið sjónarvottar að því, hvernig bókin
hafði orðið til og vissum hve mikið verk faðir okkar hafði lagt
í það þessi ár, varð sá dagur líka gleðidagur, því að okkur
fékk ekki dulist, að hann var farinn að ofbjóða kröftum sín-
um með því. —
Þetta er þá í fæstum orðum sagan um það hvernig sálma-
bókin okkar, sem notuð hefir verið hér á landi um næstliðin
40 ár, er orðin til. Faðir minn vann það verk að vísu ekki
einn, sem ekki heldur stóð til. Af hinum nefndarmönnunum
veittu honum langmestan stuðning og sýndu mestan áhuga
á verkinu þeir séra Stefán og séra Valdimar, enda áleit faðir
uiinn, að án hjálpar þessara tveggja manna, hefði verkið aldrei
unnist. En aðalstarfið lenti þó á formanninum. Hann varð að
hafa alla yfirumsjónina með því, og það verk var ekki lítið,
sem sjá má á því, sem hér á undan hefir verið ritað. En
eg ætla, að mér sér óhætt að segja, að faðir minn hafi unnið
betta starf með gleði og af sonarlegum kærleika til hinnar
’slenzku kirkju, sem hann ungur hafði gefið hjarta sitt og
helgað krafta sína.
Þeim til frekari upplýsingar, sem kynnu að hafa áhuga á
að vita eitthvað nánar um sálmabók vora, skal hér bætt við
uokkurum tölum viðvíkjandi uppruna sálmanna, sem hún hefir
að geyma.
1. Af þessum alls 650 sálmum, sem í bókinni eru, eru 408
frumsamdir íslenzkir sálmar, en 242 þýddir úr ýmsum öðr-
Ulu málum.
2- Af þessum 650 sálmum eru 250 í einhverri mynd að