Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 26
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
21
kaupstöðunum. Hefir varla liðið svo nokkur dagur, að ekki
hafi einhver og stundum margir komið að biðja að gefa sér
eða lána sér einhverja björg«. Og í júní næsta ár lýsir hann
ástandinu á þessa leið: »Slíkt fiskileysi, sem hér var síðustu
vetrarvertíð man varla nokkur maður. Hagur almennings hér
sunnanvert við Faxaflóa er því nú svo bágur sem hann getur
orðið, flestir í stórskuldum undir og nú ekkert til að kaupa
fyrir hinar bráðustu nauðsynjar eða til að gjalda með skyldur
sínar. Af því að bústofn minn er sama sem enginn, nefnil. 3
kýr og fáeinar kindur, sem lítill arður er að enn, þá er eg
eins staddur og aðrir sjávarbændur. Því að tekjur prestakalls
míns verða ekki mikils virði þegar svona fór. Eg set þetta
þó ekki fyrir mig sjálfs mín vegna, því að mér verður eitthvað
til með Guðs hjálp. En mér ofbýður að hugsa til ásfandsins,
sem lítur út fyrir að verða og er nú þegar hér í sóknum
mínum, sem alt af hafa verið báglega staddar*. Þetta ásig-
komulag hélst að heifa má óbreytt öll árin, sem faðir minn
þjónaði Garðaprestakalli. Vafalítið áttu þessi miklu bágindi
sóknarmanna flest prestskaparár hans í Görðum nokkurn þátt
í því, að dvöl hans í Görðum varð ekki lengri en hún varð,
auk þess sem honum fanst búskaparumstangið taka of mikinn
ííma frá prestskapnum og annari andlegri iðju, sem hugur
hans hneigðist að, og þá ekki sízt þegar arðurinn af öllu því
umstangi varð ekki meiri en hann varð. En jafnvíst er, að
áhugaleysi sóknarmanna um andleg efni átti mestan þátt í
löngun hans til að skifta um verkahring. Viðbrigðin frá því,
sem hann hafði vanist á Kjalarnesinu, voru svo mikil. Sveitar-
bragurinn var auk þess miklu lakari en þar efra. Meginþorri
heimasóknarmanna var búsettur í Hafnarfirði, en það máfti
heita fremur erfið leið — þótt ekki væri hún löng — fyrir
gangandi menn, út að Görðum; kirkja var því sjaldan sótt
þaðan að innan, nema af einstöku mönnum, sem aldrei létu
sig vanta þegar messa skyldi í Görðum. Á Bessastöðum þótti
honum líka léleg kirkjusókn, þótt einnig þar væru meðal
sóknarbarna menn, sem sóttu kirkju hvern messudag. Þetta
sinnuleysi var þó alls ekki af þeirri rót runnið, að sóknar-