Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 96
90
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsri tið.
í hjarta sínu, er andstæður vilja Guðs, andvígar hinu góða.
Hreint og ósaurgað hjarta, snortið af óeigingjörnum kærleika,
er skilyrði þess að geta veitt náð Guðs viðtöku og geta orðið
samverkamaður Guðs öðrum til heilla.
Þannig lærum vér af prédikun Jesú, hver séu einkenni
sannrar guðstilbeiðslu. En hina sönnu guðstilbeiðslu lærum
vér engu síður af lífi Jesú en af prédikun hans. Þar birtast
þau þrjú einkennin, sem nefnd hafa verið, guðselskan, guðs-
traustið og samræmið við vilja Guðs, á hæsta stigi og í há-
leitustu mynd. Með því að beina sjónum vorum til ]esú, höf-
undar og fullkomnara trúarinnar, sjáum vér fullkomnu fyrir-
myndina í guðstilbeiðslu í anda og sannleika. Enda naut Jesús
í fylsta mæli og á dýrlegasta hátt þess, er vér nefnum augna-
blik helguð af himinsins náð. Hann og faðirinn voru eitt,
faðirinn í honum og hann í föðurnum, og vegna þessa inni-
lega guðssamfélags fékk hann kraft frá hæðum öðrum til
blessunar og einnig styrk til að þola smán og dauða í undir-
gefni undir vilja Guðs og með þeirri sannfæringu, að hann
væri að vinna Guðs verk. — Blessun og máttur, kærleiks-
mátturinn dásamlegi, sem guðspjöll vor segja oss skýr og
átakanleg dæmi upp á, streymdi inn í líf Jesú vegna þess, aS
guðssamfélag hans og guðstilbeiðsla var í anda og sannleika.
Af þessu lærum vér, að tilbeiðsla í anda og sannleika er
skilyrði fyrir því, að eignast augnablik helguð af himinsins
náð til uppbyggingar sínum innra manni. Því meir sem hver
maður á af guðselsku og guðstrausti, og því meir sem hann
hefir gefið sig Guði á vald og samræmt huga sinn vilja
hans, því öruggari getur hann tilbeðið Guð í þeirri vissu von,
að Guð muni láta blessun streyma inn í lífið hans.
Öll tilbeiðsla í kirkjum vorum á að vera í anda og sann-
Ieika á þennan hátt, og það á jafnt við um tilbeiðslu prests-
ins og alt það, sem hann ber fram fyrir söfnuðinn, og við
aðra, sem forstöðu veita við guðsþjónusturnar, og við hvern
einstakling safnaðarins, er tekur þátt í guðsþjónustunum. —
En auk þessara innri skilyrða fyrir uppbyggingu hverrar
guðsþjónustustundar, má einnig tala um ýms önnur almenn