Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 43
38
]ón Helgason
Pres t afélagsri t ið.
öðrum áttum var bókinni prýðilega tekið, og leið þá ekki á
löngu áður enn báðar eldri lærdómsbækurnar hyrfu úr sög-
unni. Séra Þórarinn mun vera sá íslenzkra presta, sem lengst
hélt trygð við gamla Balle og er þess sízt getið hér þessum
merka manni til hnjóðs. Mátti því heita, að þessi nýja barna-
lærdómsbók væri eina lærdómsbókin, sem notuð var hér á
landi næstu 20 árin eftir útkomu hennar, eða þangað til
barnalærdómur norska prestsins Klaveness kom út í ágætri
þýðingu Þórhalls lektors Bjarnarsonar 1899 og nokkru síðar
»Ijóðakver« séra Valdimars Briem. En þrátt fyrir þessa keppi-
nauta hefir hún, sem kunnugt er, haldið velli fram á þennan
dag. í upphafi mun það ekki hafa verið tilgangur höfundar-
ins að halda fræðum Lúters hinum minni, eins og gert er í
Balle, og því voru þau ekki upphaflega prentuð með. En Pétur
biskup hélt því fast fram, að þar sem skylt væri lögum sam-
kvæmt að kenna börnunum fræðin, þá færi bezt á því, að
þau yrðu prentuð framan við. Þessa kröfu áleit höfundurinn
sér skylt að taka til greina og samdi hann nýja þýðingu fræð-
anna eftir frumtextanum þýzka, sem síðan hefir verið prentuð
framan við lærdómsbókina.
Sem geta má nærri um barnalærdómsbók, sem eins og
þessi er samin »eftir lúterskri kenningu*, þá er þar leitast
við í öllum greinum og afdráttarlaust að fylgja lúterskri kenn-
ingu. Og höfundinum hefir vafalaust verið það Ijúft verk, jafn-
rniklar mætur og hann hafði á Lúter og kristindómsskoðun
hans, enda var ekkert eðlilegra og sjálfsagðara innan þjóð-
kirkju, sem telur sig evangelisk-lúterska en að svo væri gert.
En þessi fastheldni barnalærdómsins við kenningu Lúters,
sem af sumum er talin aðalkostur hans, er nú af öðrum talið
méginókostur bókarinnar. Það er í sjálfu sér ekki nema skilj-
anlegt um menn, sem hafa horn í síðu evangelisk-lúterskrar
kristindómsskoðunar, að þeir felli sig ekki við jafneindregna
fastheldni við lúterska kenningu og þar er, og vilji því bók-
ina feiga. En hitt ætti að vera jafnskiljanlegt bæði þeim og
öðrum, að þeir, sem hafa mætur á evangelisk-lúterskri kenn-
ingu og álíta hana í beztu og fylstu samræmi við kenningu