Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 158
Presíafélagsritið.
Sýnir deyjandi barna.
149
að kalla á sig og að litlir englar væru í kring um hana.
»Mamma, hvað það er fallegt!« mælti hún. Sjúkleikinn ágerð-
ist með degi hverjum, en hún endurtók stöðugt: »Frænka er
komin að sækja mig; hún breiðir út faðminn á móti mér«.
Og er móðir hennar grét, sagði hún: »Vertu ekki að gráta,
mamma; það er mjög fallegt; það eru englar kring um mig«.
Hún dó 9. júní úr berklakendri heilahimnubólgu, hálfum
fimta mánuði síðar en Louise F., móðursystir hennar.
Þessa sögu sagði M. F., bróðir hennar, próf. C. Richet,
og staðfesti bæði systir hennar 0. F. og móðir hennar sög-
una. Fjölskyldan lifði mjög kyrlátu lífi í sveitaþorpi. Ekkert
þeirra þekti neitt út í sálræn vísindi.
3. Þriðja dæmið er ekki sýn deyjandi barns, heldur sýn
barns, þegar annað barn er að deyja.
Ungfrú H., sem var ensk prestsdóttir, var að hjúkra deyj-
andi piltbarni. Lítill bróðir hans á 4. ári var í litlu rúmi í
sömu stofu. Þegar fyrnefndi drengurinn var að dauða kom-
inn, vaknaði hinn og benti upp í loftið með miklum fögnuði
og sagði: »Mamma, líttu á fallegu konurnar, sem eru kring
um hann bróður minn! Hvað þær eru yndislegar, þær vilja
taka hann«.
í sama bili andaðist barnið.
4. Frá þessu dæmi segir M. Pelusi, bókavörður við Victor
Emanuel-bókasafnið í Róm (Luce e Ombra, 1920, 20).
Þriggja ára stúlka, Hippolyte Notari, sem var hálf-máttlaus,
var í sömu stofu og fjögra mánaða bróðir hennar; hann var
að dauða kominn. Foreldrar og amma barnanna voru viðstödd.
Hér um bil stundarfjórðungi áður en barnið dó, teygði Hippo-
lyte litla fram armleggina og sagði: »Líttu á hana Olgu
frænku, mamma«. Þessi Olga frænka var systir frú Notari,
henni yngri; hún hafði ráðið sér bana ári áður út af von-
brigðum í ástamálum. Foreldrarnir spurðu: «Hvar sérðu hana
Olgu frænku?« Barnið sagði: »Þarna, þarna*. og reyndi
samstundis að komast fram úr rúminu og fara til frænku