Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 62
Preslafélagsriliö.
Helgi Hálfdánarson.
57
Öllu er óhætt; eg reiðist ekki þótt þú rífir í sundur fyrir mér
forneskju mína og svo frv. Og eg kynni með tímanum að
láta undan í sumum greinum. Við skulum nú sjá.
Jú — eg játa það mér er gjarnt til að leita hins forna ef
ekki fyrnsta, og eg hefi sérlegí eðli og smekk til þess, að
mér þyki það bezt. Svo tek eg ljúflega þínu almenna atkvæði
um memet ipsum [þ. e. sjálfan mig]. Þá hið einstaka. »Hó-
síanna« skal eg verða harðánægður með, ef þú getur nú
bráðlega komið »hósanna« burt aftur úr biblíunni. En það
er leitt að hafa tvær myndirnar í graut í ræðum og sálmum.
Fer í stað tekur set eg æ skör lægra, þótt þess kunni dæmi
finnast í fornmáli, sem eg efa. — Vin fyrir vinur æfinleg
ambaga í mínum hug og eyra; vin í þágufalli læt eg vera.
Þá fyrir þá er skal ég þola, en þó aldrei óstynjandi — í
sálmi. Ei fyrir eigi skal eg sætta mig við sem bærilega skap-
raun; en mikið þykir mér þú segja, að það sé »haft í elztu
og beztu bókum«. Veit eg það, að hrjá og rjá er sama, en
það er mín bragðraun, að mér fellur það alstaðar illa í Guðs
orði og engu betur þótt því hampi Hallgrímur og Pétur.
Fold kveður mitt hjarta ófært í sálmi þótt 70 sálmaskálda-
nefnd gefi því góðan róm í einu hljóði. Láð — það skal eg
aðeins þekkjast ef land fylgir (land og láð) eða lögur (láð
°S lög). Ella stingur það mig eins og broddur í rímnaerindi
(»Hvar þú rólar lífs á láði«).-------Einungis skal eg eigi
fortaka að kunni vera gamalt, en þar er enginn kendur sem
hann kemur ekki — eg forðast það vegna óvissu minnar.
»Hvað er að því« — að »króna« segir þú? Það er gott og
gilt orð héðan í frá um danskan pening og séu í 100 aurar;
en sálm, er það stæði í, léti eg aldrei syngja. Krúna, er eg
nefndi, var mér eigi alhugað eða alvara, en sannast að segja
mundi eg eigi mun kunna að gera krónu og krúnu í sálm-
versi. — — — »Dánarheims-bygð« (mín tillaga) finst þér
miklu rímnalegra en fold. Þar erum við allra fjarstir og eg
les og trúi þér, en skil ekki og hristi höfuðið. Dánarbú, dán-
arfé, dánarbeð hefir þú þó heyrt og ekki að tala um bygð.
Með orðið »dánarheimur« skal eg ókvikandi fara í hvern