Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 46
Prestaféiagsritiö. Helgi Hálfdánarson. 41
þessari samvinnu við þá herra Helga og dr. Pétur. En bágt
á eg með að hugsa mér, að hún hafi fallið honum í geð.
Viðbætir þessi kom út 1861 og í nýrri útgáfu 1863. En ekki
gat þessi viðbætir nægt nema rétt í bráðina. Þegar dr. Pétur
varð biskup 1866 varð þá líka sálmabókarmálið eitt af fremstu
áhugamálum hans. En hugsun biskups var ekki svo mjög sú
að efna til nýrrar bókar sem hitt að endurskoða Messusöngs-
bókina gömlu: halda henni að stofninum, en fella burtu það,
er minstur mundi verða söknuður að og setja annað í stað-
inn. Það var ekki ætlun biskups að vinna sjálfur að þessu
verki, heldur að fela það nefnd manna; en sjálfur vildi hann
segja íyrir um hver stefna yrði ráðandi og hvaða meginregl-
um fylgt. Vildi biskup nú fá föður minn til að taka sæti í
þessari nefnd ásamt þeim séra Stefáni Thórarensen, sem
kunnur var orðinn m. .a. af sálmum hans í Viðbætinum sern
lipurt sáimaskáld, og dómkirkjupresti séra Olafi Pálssyni. En
faðir minn var ftieð öllu ófáanlegur til að taka þátt í slíku
nefndarstarfi, bæði vegna þess að honum fanst hann ekki
hafa tíma til þess — hann var þá svo til nýkominn að
prestaskólanum, — og vegna þess að honum gazt ekki að-
þeim meginreglum, sem biskup vildi setja nefndinni fyrir starfi
hennar. Vafalaust hefir þó hið síðarnefnda orðið þvngst á
metunum fyrir honum. Hann áleit, að endurskoðun af því
tægi, sem fyrir biskupi vakti, yrði aldrei annað en kák — lík-
ast því að sletta nýrri bót á gamalt fat. Að hans dómi var
Messusöngsbókin sá gallagripur, að þar gæti engin endur-
skoðun að haldi komið. Eina bjargráðið væri að efna til al-
veg nýrrar sálmabókar. Afleiðingin af þessu varð þá líka súv
að faðir minn átti alls engan þátt í þessu endurskoðunar-
verki, nema hvað hann leyfði, að teknir vrðu sjö áður prent-
aðir sálmar hans (þetta eina vers, sem hann átti í seinni út-
gáfu Viðbætisins: »Þitt orð er, Guð, vorí erfðafé«, og sex
sálmar úr »Kristilegum smáritum*, sem Pétur biskup gaf úft
°9 þrír nýir, sem ekki höfðu áður verið prentaðir, en séra
Stefán vinur hans hafði komist yfir hjá honum (»Vor Guð er
horg á bjargi traust«, »]esús grætur, heimur hlær« og »Hver