Prestafélagsritið - 01.01.1926, Síða 20
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
15
ísafjörð og eins vissi hann, að ekki mundi annað gleðja föður
sinn meira en að fá son sinn fyrir nágrannaprest. En þó
varð ekkert úr því, að hann sækti um það kall, og mun það
sérstaklega hafa latt hann þess að sækja, að honum þótti
fullmikið á konuefnið lagt með því, að flytjast lengst vestur á
fjörðu, þar sem alt var svo ólíkt því, er hún hafði alist upp
við, enda mun hann hafa haft hugboð um, að prestakall þetta
væri ætlað öðrum, sem sé bróðursyni biskupsfrúarinnar, sem
í ofan á lag var trúlofaður fósturdóttur þeirra biskupshjóna,
eins og þá líka kom á daginn. Aftur á móti sótti faðir minn
um Stafholt, en þar var eldri prestur, séra Einar Sæmundsson
á Setbergi, tekinn fram yfir hann. Hneyksluðust sumir á þeirri
veitingu, því að séra Einar þótti enginn skörungur og var
í ofanálag ekki svo reglusamur sem skyldi. En hann var
gamall skólabróðir og kunningi Helga biskups og það reið
baggamuninn, enda þótt svo væri látið heita, að nokkurra ára
prófastsstörf séra Einars hefðu gert ómögulegt að ganga fram
hjá honum. Er mér þá líka nær að halda, að faðir minn hafi
talið sér gerðan órétt með þessari veitingu, þrátt fyrir pró-
fastsnafn hins umsækjandans, og má vel vera að nokkurn þátt
hafi hún átt í því, að föður mínum var lengst af fremur kalt
til Helga biskups sem miður réttláts yfirvalds kirkjunnar, þótt
hann viðurkendi góðar gáfur hans að öðru leyti og rétt ó-
venjumikla kennimannshæfileika. Mun hann hafa talið Helga
biskup langmestan prédikara íslenzku kirkjunnar á þeim tímum.
— Af öðrum prestaköllum, sem þá voru óveitt, voru Kjalar-
nesþing einna lélegust talin; því að auk þess sem tekjurnar
samkvæmt gildandi mati voru að eins 257 rdl. 60 skild., var
uppgjafaprestur í brauðinu, sem njóta skyldi !/3 allra föstu
teknanna! Þegar faðir minn afhenti Helga biskupi umsókn
sína, lét biskup í ljós undrun sína yfir, að jafn gildur háskóla-
kandídat og hann skyldi ágirnast jafn lélegt embætti. En faðir
minn á að hafa svarað, að því meiri væri von sín um, að
ekki yrði fram hjá sér gengið, er brauðið væri eitt með hin-
um lökustu, sem laus væru. Vafalaust hefir biskup skilið
skensið, þótt ekki léti hann á því bera. En brauðið var föður