Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 59
54 ]Ón Helgason: Prestafélagsritið
setja: »Jesú, allar undir þínar (eða: O minn ]esú, undir þín-
ar), öll þín písl og dauði þinn*. í 5. h. kann eg ekki við
orðið »viðbjóð«, sem er ljótt orð. 6. h. er stirð. 7. h. kemur
úr annari átt. I 8. h. kann eg ekki við orðið »syndaleik«, eða
þó það kunni að vera 2 orð. Heldur vildi eg segja:
„Ef eg mintist oftar þín
er þú píndist vegna mín
sjaldnar mundi synd mig villa,
sjaldnar mundi girnd mér spilla" (eða vice versa).
Meiningunni er hér vikið lítið við, en verður fult svo eðlileg.
I 2. v. er 2. h. óliðlega orðuð, en 3. og 4. h. mjög daufar
og þunglamalegar. Má ekki segja:
Þá er heimur vill mig véla
vondan út á háskastig
þar sem blómin þyrna feia,
þar sem nöðrur byrgja sig.
Síðari partur versins er og daufur og yfirgefur hugmyndina
um veg. Mætti ekki fremur segja:
píslarferil þungan þinn
þá eg læt, ó Jesú minn,
halda mér frá vondum vegi,
vilzt frá þér svo geti’ eg eigi.
3. v. 1.—4. h. er ekki heldur sem ákjósanlegast. Eg vildi segja:
Læknisdóm í dreyra þínum
dýran hef eg, Jesú minn;
öllum sárum móti mínum
megnar benja kraftur þinn.
í 4. v. 8. h. er röng áherzlan á »upprisu« ásamt stórum
hiatus. Má ekki segja: »eilíft sælulíf mér veitir*. í 5. v. 8. h.
kann eg hvorki við orðið né hugmyndina »blóðfaðm«. Þar
vil eg segja:
Dauða minn þú deyddan hefur,
dauði þinn mér Iífið gefur.
Svo góður þýðandi sem H. H. getur vissulega gert betri
þýðingu*.
Þessi ítarlega rýning séra V. B. sýnir bezt, að það var