Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 83
Prestafélagsriíið.
ÚR BRÉFUM
SÉRA MAGNÚSAR ANDRÉSSONAR
TIL SÉRA VALDIMARS BRIEM.
1. Um sálmabók vora nýúíkomna.
„Gilsbakka 20. sept. 1886.
. . . Nú er ég búinn að fá nýju sálmabókina. Ég var ekki
búinn að hafa hana meira en 3—5 daga, þegar ég ósjálfrátt
kunni orðrétt utanað nokkra þína sálma og séra Helga. Á
safnaðarfundunum mælti ég ekki á annan hátt með bókinni en
svo, að ég reciteraði vel fyrir söfnuðinum: Ég horfi yfir hafið.
Þá mæðubára minsta rís. Nú bráðum vetrar byrja él. Góður
engill Guðs oss leiðir. Legg þú á djúpið o. fl. Og önnur með-
mæli þurftu ekki. Ég veit, að þú hefir fengið nóga gull-
hamra, ætla því ekki að bæta við þá. En ég hefi í huga, að
skrifa um bókina í blöðin, fyrst enginn færari gerir það.
(Þetta í Þjóðólfi tel eg ekki). Mér finst bókin vera svo
merkilegt atriði í bókmenta- og kirkjusögu landsins, að ótil-
hlýðilegt sé, að þegja yfir því. Eftir minni sannfæringu er hún
svo mjög »epochegjörende«, að ég hygg að í engri grein,
hvorki í andlegum né stundlegum efnum hafi orðið eins
stórkostleg framför á þessari öld hér á landi, og það er ekki
nema blátt áfram að unna sannmælis, þó maður segi, að
varla hefir áður sést á íslenzku fegurri skáldskapur, en margir
af sálmunum þínum. Þú mátt trúa mér til þess, að ég segi
þetta ekki við þig einan. Mér þykja margir sálmar séra Helga
ágætir og líka séra Matth. Ég vil láta viðurkenna ykkur. Það
þakklæti eigið þið skilið af þjóðinni. Verst þykir mér, að ég