Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 110
104
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið..
vinnur að prýðilega vandaðri þýðingu Passíusálmanna á
dönsku, eftir þeim sýnishornum að dæma, sem þegar hafa
birst á prenti.
Passíusálmar Hallgríms hafa verið gefnir oftar út en nokkur
önnur bók á íslenzku, að undanskildum Fræðum Lúthers,
sem preníuð hafa verið 80—90 sinnum alls. Nú eru komnar
46 útgáfur af Passíusálmunum. Fyrst voru þeir gefnir út að
Hallgrími lifanda á Hólum 1666, eflaust eftir eiginhandarriti
höfundarins; en það handrit er nú gersamlega týnt. En síð-
asta útgáfan er minningarútgáfan 1924, gefin út 250 árum
eftir lát Hallgríms, eftir handriti því í safni Jóns Sigurðs-
sonar, sem talið er það eiginhandarrit Hallgríms, sem hann
hafði sent Ragnheiði dótíur Brynjólfs biskups 1661.
Passíusálmar Hallgríms, sem nefndir hafa verið »Messíasar-
óður heimilanna«, ásamt sálminum »Alt eins og blómstrið
eina« og öðrum beztu ljóðum hans, er Hallgríms-minning,.
sem mótast hefir í hjörtu íslendinga kynslóð eftir kynslóð.
Með hana í huga mun hverjum trúræknum Islendingi vera
Ijúft að taka undir með Matthíasi Jochumssyni:
»Trúarskáld, þér titrar helg og klökk
tveggja — þriggja alda hjartans þökk!
Niðjar Islands munu minnast þín
meðan sól á kaldan jökul skín*1.
II.
Sérkennileg og merkileg Hallgrímsminning er minnismerki
Hallgríms Péturssonar eftir Einar Jónsson myndhöggvara.
»Prestafélagsritið« flytur að þessu sinni myndir af listaverki
þessu, til þess að sem flestum gefist kosiur á að kynnast þvír
og lætur myndunum fylgja ummæli dr. Guðmundar Finn-
bogasonar:
1) Skírnir 1914, bls. 200.