Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 114
Prestafélagsritið.
Hallgrímsminning.
105
»En hvernig átti að sýna Hallgrím Pétursson? Eins og
samtíðarmenn hans sáu hann, sjúkan og þjáðan mann, eða
eins og hann horfir við frá sjónarmiði sögunnar: trúarskáld
og andans leiðtogi þjóðarinnar um aldir? Einar hefir gert
hvortveggja. Vér sjáum Hallgrím einmana og þjáðan á sjúkra-
beði. En að baki rís önnur sýn: Trúarskáldið með hörpuna
og krossinn í fylkingarbroddi. Hver sannur leiðtogi stendur
einn í fyrstu, af því að hann er kominn hærra og framar en
lýðurinn. En smárn saman slást fleiri og fleiri í förina, fyrst
hinir fáu, sem lengst eru komnir fram á við og upp á við á
þroskaskeiðinu, og svo koll af kolli, frá þeim hæsta til hins
lægsta, frá hinum fullorðna til barnsins. — Hin volduga odd-
fylking myndarinnar táknar þetta með stærðfræðilegri rögg
og rökvísi. Fylkingin stígur þrep af þrepi. Fremst á efsta riði
stendur foringinn einn. Að baki honum hafa tveir þeir næstu
stigið öðrum fæti á efsta rið, og þaðan af breikkar og lækk-
ar fylkingin eflir beinum línum stig af stigi. Þannig getur
Einar Jónsson jafnvel í einfaldri rúmfræðilegri mynd falið sí-
Silda sögu um leiðtogann og lýðinn«.
(Einar Jónsson: Myndir. Haupmannahöfn 1925. — Bls. 67).
Til viðbótar skal aðeins mint á fyrsta erindið í hinum al-
þektu Hallgrímsljóðum Matthíasar:
lAtburð sé ég anda mínum nær,
aldir þó að liðnar séu tvær;
inn í dimt og hrörlegt hús ég treð.
Hver er sá, sem stynur þar á beð?«.
Og þessi erindi Síeingríms við afhjúpun minnisvarða
Hallgríms 1885:
»Þú ljóðsvanur trúar, lýðum kær,
frá liðinnar aldar flóði
þinn himneskur ómur eyrum nær,