Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 115
106
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
þú útheltir söng með blóði.
Með dauðann í hjarta, þá dimm var tíð,
þú dýrð Guðs tjáðir í óði.
Þú trúsháldið frægst, sem fólk vort á,
þér fremst vill það þakkir vanda,
því aldrei fyrnist þín andagift há
með ódauðleiks vængi þanda,
sem helgaði »móðurmálið þitt«
í mætti, fegurð og anda«.
III.
Flestar og beztar minningarnar um Hallgrím eru tengdar
við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar var hann Iengstan tíma
prestsskapar síns, frá 1651 til 1669, þar orkti hann Passíu-
sálmana, og þar er gröf hans. — Um það yrkir Steingrímur:
»Við kirkju hér er Hallgríms gröf
og Hallgríms lind í túni,
sem blessun sína gaf að gjöf
sá Guðs vin dygðum búni,
og vildi að líkn hún léði drótt
sem lífmynd skær af hinnar gnótt,
þar huggun öðlast, heilsu og þrótt
inn hreldi, veiki og lúni.
En sú, er æðri svölun gaf
og svall mót heimsins ergi,
sú lind, er skáldið laust með staf
úr ljósu trúar bergi,
sú kraftalind hins kristna móðs
rann kynslóð héðan fram til góðs,
svo fagurtær í fylling óðs,
að fegri getur hvergi.