Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 132
Prestafélagsritið. Kirkjuþingið í Stokkhólmi. 123
séra Friðrik ]. Rafnar og ég, en hinn þriðji íslendingur
bættist við í Stokkhólmi, séra Gunnar Arnason.
Eg veit, að hjá oss geymast endurminningar, sem ljúft er
að þakka fyrir.
Mér þykir vænt um íslenzka flaggið, en aldrei hefir mér
þótt það fallegra en þann dag, er kirkjuþingið var sett, og
ég sá það ásamt flöggum margra þjóða blakta í sumarblæn-
um. Þá vermdist hið íslenzka hjarta, svo að tár glitruðu í
augum, er ég horfði á flaggið, sem var eitt af hinum sýni-
legu táknum þeirrar kristni, sem vill verða eitt.
Þá þakkaði ég Guði, að ég fæddist og á heima hjá krist-
inni þjóð, og bað þess þá og bið þess nú, að hin íslenzka
þjóð megi ávalt eflast að sannri blessun og vera meðal þeirra
þjóða, sem tigna konunginn Krist.
Lýk ég svo þessari frásögu, sem aðeins er lítið brot, en
vona samt, að mönnum skiljist, að minningin um kirkjuþingið
er umvafin hátíðarbirtu. Fyrir þá birtu er mér ljúft að þakka.