Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 133
Prestafélagsritið..
FÁEINAR ENDURMINNINGAR
FRÁ KIRKJUÞINGINU í STOKKHÓLMI 1925.
Eftir séra Friðrik J. Rafnar.
Séra Bjarni Jónsson hefir tekið af mér aðalvinnuna, að
lýsa opnun og gerðum kirkjuþingsins eins og það daglega
kom fyrir sjónir, en ég ætla hér aðeins að minnast tveggja
sunnudaga* sunnudagsins 23. ágúst og 30. ágúst, sem var
síðasti dagur þingsins og kveðjudagur.
Þeir sem hafa lesið rit Aug. Blanche, sérstaklega »Hyre-
kuskens Fortællingerc, munu kannast við stað einn í Stokk-
hólmi, sem heitir Hagaparken. Er það einn af hinum mörgu
fögru stöðum þessara Feneyja Norðurlanda, þar sem borgar-
búar koma mjög oft saman á kvöldin eftir vinnu sína og á
sunnudögum. Það er allstórt svæði, þar sem skiftast á gras-
brekkur og vellir og skuggasælir skógar.
A þessum stað var ákveðið af framkvæmdarstjórn kirkju-
þingsins að hafa útiguðsþjónustur fyrir almenning sunnudag-
inn 23. ág. kl. 4 e. h. Voru reistir 3 ræðustólar, með svo
miklu millibili, að aðeins heyrðist ómur af sálmasöngnum frá
einum ræðustól til annars, en þó ekki lengra en það, að
hægt var fyrir áheyrendur að velja um ræðumenn eftir vild.
4 ræðumenn töluðu frá hverjum stól, hver á eftir öðrum, og
var sálmur sunginn á milli ræðanna, sem yfirleitt voru stuttar,
flestar ca. 15 mín. Söngnum stjórnuðu á hverjum stað 8 spilarar
úr hornleikaraflokki lífvarðarins, en annars söng allur þing-
heimur með.
Af ræðumönnum þeim, sem þarna töluðu, býst ég við að