Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 145
136
Þ. B.: Sunnudagshelgin.
Prestafélagsritið.
verða og sú ættin mun lengst lifa og varðveitast, sem heldur
sunnudaginn helgan.
Sunnudagurinn á hjá oss, eins og heimsþjóðinni miklu, að
hjálpa oss til að varðveita dýrustu verðmætin og endurnæra
og viðhalda hreinu og heilbrigðu blóði þjóðarinnar. Og fyrir
því dæmi ég sunnudagsníðingana hart, að þeir eru, í blindni
sinni og óvitaskap, að sjúga heilbrigt blóð úr þjóðinni, með
því að óvirða frið og helgi heimilisdagsins og rýra heimilis-
valdið og áhrif þess.
Vér höfum nú á þessu ári fengið ný lög um almannafrið
á helgidögum vorum. Er þar í ýmsum greinum fengin þörf
og nauðsynleg endurbót á eldri lögum, þótt hin nýju lög séu
hins vegar ekki í öllum atriðum til bóta. En ný lög eru ekki
nóg. Aðalatriðið er að endurbótin komi að innan, frá breyttu
hugarfari og gleggri skilningi almennings á þeim verðmætum,
sem hér er um að ræða. Fyrir því vildi ég skora á alla þá,
sem áhuga hafa á máli þessu, að stuðla af fremsta megni að
því, að sá skilningur aukist. Oss þarf að skiljast að þetta er
mál, sem alla varðar og afkomendurna ekki sízt.
Þá er heimilisdeginum og helgi hans borgið.
Þá munu hugir vorir geta sameinast, hvern helgan morgun,
með þessari hugsun skáldsins:
Helgi drottins dagur!
Dýrðarsunna þín
eins og guðdóms ásján
upprennandi skín.
Er sem opnist himinn,
er sem bæn og náð
mætist milli skýja
morgunn gyllir láð.
Bergmálsblíð um dali
berast klukknahljóð,
en í hæðum óma
engla sólarljóð.