Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 154
PrestaFélagsritið.
SÝNIR DEYJANDI BARNA.
Erindi flutt á prestastefnunni í Reykjavík 1926.
Eftir prófessor Harald Níelsson.
Það hefir atvikast svo, að starf mitt um dagana hefir engu
síður verið prestsstarf en kensla, þótt kennarastarfið hafi átt
að vera aðalstarf mitt nú um 18 ára skeið. Ósjaldan hefir
mér fundist þörfin á að sinna prestsstarfinu svo mikil, að of-
lítill tími yrði eftir til að sinna lestri og undirbúningi undir
kenslustundirnar. Yður furðar ef til vill á að heyra slíkt, þar
sem þér vitið, að ég geri svo fá prestsverk önnur en að pré-
dika á helgum dögum. í prédikunarstarfið fer mikill tími. En
þegar ég tala um þörfina á að sinna prestsstarfinu, á ég ekki
við það. Eg á við hitt: að tala við þá, sem þrá að fræðast
um eilífðarmálin og andleg efni, og reyna að veita þeim
huggun, sem sitja í myrkri sorgar eða efa, eða þjást af ein-
hvers konar hugarkvöl, sálarstríði eða taugaveiklun. Mér berast
og bréf víðsvegar að af landinu út af slíkum efnum og ég
verð að játa það, að ég hefi alls ekki komist yfir að svara
þeim öllum.
Mér dylst því eigi, að sálusorgarastarfið, sem svo er nefnt,
getur orðið prestsins umfangsmesta og erfiðasta starf. Hins
vegar geta aftur á móti þau kynni, sem vér höfum af fólkinu
í sárustu raunum þess, orðið til þess að auðga oss sjálfa
andlega með margvíslegum hætti. Samúðin er lykillinn að
hjörtum mannanna.
Ég tek þetta fram til þess að benda yngri prestunum á,
hvílíkt verkefni er hér fyrir oss alla: að undirbúa oss sem
10