Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 171
Prestafélagsritið..
F0STUGUÐSÞJÓNUSTUR
Á VIRKUM DOGUM.
Eftir séra Ásmund Guðmundsson
og cand. theol. Baldur Andrésson.
Eftir siðáskiftin fækkaði mjög guðsþjónustum í kirkjum hér
á landi, og lögðust þær niður á virkum dögum. í stað þess
var leitast við að vanda meir til prédikunar orðsins á helgum
og kristindómsfræðslu barna. Var þar í fyrstu við ramman
reip að draga, fákunnáttu og mótþróa, en þegar fram liðu
stundir, tók nýtt líf að streyma inn í kirkjurnar og guðsþjón-
ustan auðgaðist smámsaman af fögrum sálmum, sungnum á
móðurmáli. Hinar síðari aldir fær það ekki dulizt — þrátt
fyrir alt og alt — hvað þjóðarsálin hefir helzt vermst við.
Sólskin er í kirkjunum og leggur þaðan yfir líf þjóðarinnar.
Varanlegur gróður breiðist út hægt og hægt frá guðsþjónust-
unum og teygir víða djúpt rætur, dýpra að sumu leyti en
kaþólskan fyrrum.
En »lengi er að vaxa vegleg björk, sem vermir um aldir
hólinn«. Það vantar enn á »fornu skjólin«, að kirkjurnar séu
eins og áður mönnum bænahús og tilbeiðslu, er þeir leiti til mjög
oft, annaðhvort einn og einn eða fleiri til sameiginlegrar guðsþjón-
ustu. Að vísu má með sanni segja, að engin kirkja sé betur fallin
til þess en hin mikla og bláhvelfda með hamrafjöllin að altari og
upprennandi sólina að ljósum. Oft verður þeim, er fyllist þar
bænarhug, einnig ósjálfrátt að leita inn í hinar kirkjurnar, ef
kostur er. Tilbeiðsluandinn, sem lifði með þjóðinni í kaþólskum
sið, verður að rísa aftur af enn meira afli en áður. Vér megum
ekki við því að missa hveitið með illgresinu. Hann ætti ekki
síður að geta elfst í evangeliskri kirkju.