Prestafélagsritið - 01.01.1926, Page 175
166 Á. G., B. A.: Föstuguðsþjónustur. PresUfélagsritiO.
fremur ótruflaðar hugsanir þær og tilfinningar, sem vaknað
hafa. Faðir vor er hið allra helgasta í hverri guðsþjónustu,
bæn ]esú sjálfs beðin sameiginlega í hjörtum safnaðarins í
návist hans og nafni hans. Þegar svo er beðið, þá hefst til-
beiðslan í sömu hæð sem við kaþólska guðsþjónustu, er bjöll-
urnar hljóma, presturinn lyftir upp brauðinu og fólkið fellur
á kné.
Engin evangelisk guðsþjónusta má missa af kraftinum
þeim.
t>á fyllir tilbeiðsluhugurinn kirkjurnar.
Enn er kalt sumstaðar á íslandi »að byggja bera mörk«,
guðþjónusta og kirkja horfin að nokkru úr meðvitund fólks-
ins. En sé vandað af öllu megni til hverrar guðsþjónustu,
fyrst og fremst á helgum, og þær svo einnig smámsaman
látnar ná til virku daganna eftir föngum, þá mun Guð gefa
ávöxtinn. Þá mun íslenzka þjóðin verða þjóð bænar og til-
beiðslu og hörfa frá allar hættur á því, að sál hennar verði
hungurmorða fyrir sakir eigingirni og haturs. Þá mun hún
jafnframt samvizkufrelsinu varðveita tilbeiðsluandann óveiklað-
an og siðaskiftin að öllu leyti verða henni siðabót.
Á einum stað hér á Austurlandi í hættulegum skriðum
stendur krossmark og hefir staðið síðan á öndverðri 14. öld.
Það lýtur yfir vegfarandann blessandi, og eru letruð á þessi
orð á latínu: Þú sem átt leið hjá mynd Krists, fall fram og
gjör bæn þína. — Hlýtur hann ekki að snerta menn djúpt,
þessi fagri vottur um tilbeiðsluhug horfinna tíða ? Viljum vér
ekki hlusta á hinn þögla boðbera. Hann bendir einnig fram.
Sá andi, er reisti þann kross og marga slíka, þarf að vakna
aftur með þjóðinni.