Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Side 78
74
í, ;ið stínga upp á f»ví, sem er í greininni; mer finnst nóg fimm
inenn ámóti forseta.
Fratnsöf/umaður: Her er nú ekki eins og verið sé að
virða forseta, eða vega hann á móti þíngmönnum; það erhægt
að sjá, að ekkert er auðveldara, en skrifa nafn sitt á seðil, sem
getur gengið í kríng á fáum augnablikum meðal tíu manna og
borizt til forseta. En að veita forseta kost á, að stínga upp á,
að iokið sé umræðum, finnst mér sjálfsagt; því forseti á að
sjá um þingstörf og halda uppi góðri reglu, og þar til stuölar
ekki sízt, að stytta óþarfalángar ræður.
B. Halldórsson: Mér finnst, að af niöurlagi greinarinnar
sé það ekki Ijóst, hvort þab sé til nokkurs, að æskja sér leyf-
is til að tala, þegar svona á stendur, og sýndist mér því betra,
að það væri tekið fram í greininni, að ekki mætti neita þeim
um ræðuleyfi, sem lýstu þvi yfir, að þeir ætluðu að bera upp
breytíngaratkvæði.
Framsöf/umaður: jietta er án efa misskilningur; því sá,
sem ætlar að tala, liann getur heimtað, að nafn hans sé hók-
að, og liann segir þá til sín, þegar hann ætlar að tala; þá getur
þíngið sagt til, hvort það vill heyra liann eður ekki. Vilji það
heyra þá, sem ætluðu að tala, þá greiðir það atkvæði á móti
þeirri uppástúngu, að umræðum skuli vera lokið.
Framsöf/umaður las því næst V. kafla.
61. gr.
0. E. Jo/mscn: Jessari grein vildi eg láta breytaþannig,
að svona stæði: „önnur er sú í rninni málefnum“, o. s. frv.,
og: „hin er sú i úrsliti inálefna“, o. s. frv.
Framsöf/umaður: 3»etta get eg ekki fallizt á; því bæði
getur breytíngaratkvæði, þó það virðist litilljörlegt, haft mikil
álirif á atkvæðagreiðsluna, og þar aö auki er ekki ætíð hægt
að sjá, enn síður að verða samdóma um, livort eitt mál er svo
Iítið, þó það sýnist ekki mjög stórt; þaö getur að minnsta
kosti verið einkennilegt, eða þess efnis, að margir þykist geta
markað á því meiningar þingmanna, þó það í sjálfu sér sé
ekki mikilvægt.
62. gr.
G. Brandsson: Eg hef orðið þess áskynja, að margar
munu vera meiníngar um þessa grein; sumir vilja, að kallað
sé upp með nöfnum, sumir vilja atkvæðagreiðslu öðruvísi; eg
fyrir mitt leyti held með hinu fyrra; því með svo feldu móti