Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Qupperneq 88
84
framsögumaður, engú við það að bæta, er eg sagði um hana við
undirbúníngsumræðuna. Mer fmnst, að flestir af þingmönnum séu
mér samdóma í því, að það sé ekki neitt sagt í henni annað
en það, sem vant er að vera með almennum orðatiltækjum í
þingskapareglum. Eg get þvi ekki séð, að neitt sé isjárvert
i greininni, eða það sé rétt, að sleppa henni. Eg sé og ekki
annað, en að þessi grein sé á góðum rökum byggð með tilliti
til þess, sem ákvarðað var í alþingistilskipuninni, og eg veit
ekki, nema það einmitt, að taka hana burtu, gæti ollað enn
meiri misskilníngi.
P. Pétursson: Eg skal ekki að þessu sinni lengja mjög
umræðurnar um þessa 1. gr. frumvarpsins; því eg hefþegarvið
hina fyrstu umræðu tekið þær ástæður fram, sem mér þóttu
mæla með breytíngaratkvæði minu við hana. Einúngis vil eg
geta þess með tilliti til þess, sem framsögumaður gat um sein-
ast, að það er einmitt munur á því, hvort ákvörðun 1. gr. stend-
ur í þíngreglum, sem einúngis gilda fyrir þíngmenn og ekki fá
konúnglega staðfestíngu, eða i alþíngistilskipuninni, sem er
konúnglegt lagaboð. I slíkum þíngreglum og þeim, sem hér ræð-
ir um, álít eg greinina eins ótilhlýðilega, eins og eg álít það
nauðsynlegt, að liún stæði í þíngsköpuin þeim, sem alþíngi fram-
vegis væru ætluð, eða í grundvallarlögum landsins, eins og í
hinum dönsku grundvallarlögum. Sé greinin einúngis ætluð
þingmönnum hér i salnum, þá er hún ekki rétt orðuð; því að
meiningin í orðunum: „3^íngið eitt á sök“, o. s. frv., getur eigi
verið önnur en sú, að þingið banni öllum utanþíngsmönnum, að
eiga sök á ræðum þíngmanna. Orðið „eitt.“ útilykur alla, nema
þíngið, og þykir mér þetta vera öldúngis ósamkvæmt tilgángi
þíngskapa fyrir þennan fund. Eigi greinin að gilda fyrir ut-
anþíngsmenn, þá er hún þýðingarlaus; því þessi fundur hef-
ur ekkert löggjafarvald, og getur ekki heldur gefið sér það
sjálfur. En ef greinin á einúngis að gilda fyrir þíngið, þá sé
eg ekki, að hún eigi við. 3>vi annaðhvort er þá meiníngin í
greininni politisk: Forsamlingen er ukranke/ig, eða lmn mið-
ar til þess, að þingið sé sett undir vernd konúngs og lag-
anna. Sé það nú meiningin, að samkoman sé friðhelg, þá er
greinin ótilhlýðileg. Ef að nú þar á móti greinin á að miða
til þess, að þingið komist undir vernd konúngs oglaganna, þá
er hún óþörf; því það er öllum auðsætt, að það er konúngur,
sem lætur setja þingið, og að vér sitjum hér í skjóli laganna.